Reikningamyndun
Hér eru reikningar myndaðir fyrir samninga. Fyrst eru settar inn þær afmarkanir sem við eiga fyrir reikningamyndunarkeyrsluna. Fylla þarf út Reikningsmyndunarkóta, Tegund samnings og setja viðeigandi dagsetningar í dagsetningareitina.
Ef ekkert er valið undir Afmörkun, þá sækir kerfið færslur fyrir alla samninga sem hafa valda reikningsmyndunarkóta, tegund og dagsetningar. Þegar búið er að velja réttar afmarkanir er valið Vinna – Sækja færslur og þá birtast línur fyrir viðeigandi samninga fyrir neðan afmörkunargluggann. Síðan er valið Mynda pöntun eða Mynda reikning, Bóka, Bóka og prenta eða Bóka og senda.
Þessi aðgerð er einnig aðgengileg á lista yfir samninga og á samningsspjaldi. Ef aðgerðin er opnuð út frá samningi þá koma sjálfkrafa afmarkanir á reikningamyndun fyrir þann tiltekna samning.
Reitayfirlit
Reitir | Skýring |
---|---|
Reikningamyndunar kóti | Hér er valinn inn réttur kóti sem á að reikningsfæra á, samningar geta verið með mánaðarlega reikningamyndun, þriggja mánaðar fresti o.s.frv. |
Reikningsmyndun tímabils | Hér er valið hvort eigi að mynda reikninga sem myndast fyrirfram eða eftir á (erfist frá reikningsmyndunarkóta). |
Afmörkun | Ef smellt er á línuna þá opnast afmörkunargluggi. Hér er hægt að afmarka á alla reiti samningsspjaldsins. |
Tegund samnings | Valið úr lista tegund samnings sem á að reikningsfæra. |
Næsti reikningsmyndunardagur | Hér er valinn sá dagur sem næsti reikningur á að myndast á. |
Upphafs/lokadags. næsta tímabils | Hér er valinn upphafs/lokadagur næsta tímabils (kemur sjálfkrafa sama dags og næsti reikningsmyndunardagur). |
Bókunardagsetning | Kemur sjálfkrafa þegar tímabil er valið og er það dagsetning í lok tímabils. |
Sækja aftur | Ef þarf að mynda reikninga aftur á sama tímabil þá er sett hak við þennan valmöguleika. |
Lokareikningur | Segir til um að verið sé að gera lokareikning fyrir tímabil. Þessi aðgerð vinnur með safnfærslum og reiknar upp bókaða reikninga á tímabilinu og myndar reikning/kreditreikning miðað við nýjar safnfærslur ef nýr grunnur (safnfærslur) hefur verið lesinn inn. |
Aðgerðaryfirlit
Vinna
Hnappur | Skýring |
---|---|
Vinna |
|
Sækja færslur | Þessi aðgerð er valin þegar búið er að setja inn viðeigandi afmarkanir. Hér sækir kerfið allar færslur miðað við afmörkun og birtir í línurnar fyrir neðan. |
Mynda reikning | Myndar óbókaðan sölureikning. Ef þessi aðgerð er valin þarf að finna óbókaða sölureikninga í kerfinu og bóka þá. |
Bóka og prenta | Reikningur er myndaður, bókaður og prentaður. |
Breyta afmörkun | Hér er hægt að breyta afmörkun. |
Hætta við | Hættir við aðgerðina og lokar glugganum. Sama aðgerð og ef valið er X í hægra horni gluggans eða hnappurinn Esc. |
Mynda pöntun | Sölupöntun mynduð (og innkaupapöntun mynduð ef við á). Finna þarf pöntun og bóka hana. |
Bóka | Sölureikningur myndaður og bókaður. |
Bóka og senda | Sölureikningur myndaður, bókaður og sendur skv. forstillingum skjalasendinga á viðskiptamannaspjaldi. |
Hreinsa afmörkun | Hér er hægt að taka af afmörkun |
Lína
Hnappur | Skýring |
---|---|
Lína |
|
Skoða safn | Skoða safn. |
Samningur | Opnar samningsspjald fyrir valda línu. |
Bókaðir reikningar | Opnar lista yfir bókaða reikninga fyrir valda línu. |
Skoða villuskilaboð | Ef einhver villa myndast við reikningamyndun er hægt að sjá hana með því að velja viðeigandi línu og smella á hnappinn. |
Viðskiptamaður | Opnar viðskiptamannaspjald fyrir valda línu. |
Bókaðir kreditreikningar | Opnar lista yfir bókaða kreditreikninga fyrir valda línu. |