Skip to main content
Skip table of contents

Safn

Í samningakerfinu er hægt að setja upp safn þar sem settar eru upp útreiknireglur fyrir það hvernig reikningsfæra skuli samningslínu út frá safnfærslum. Safnfærslur eru þá notkunarfærslur sem notaðar eru til að reikna út gjald skv. uppsetningu á safni. Á safni er sett upp út frá hvaða dálkum safnfærslna á að reikna og mögulegt er að setja upp hámark, lágmark og afslætti á útreikninginn. Vísað er í safn í samningslínu og mögulegt er að hafa fleiri en eitt safn á samningi en aðeins er eitt safn í hverri samningslínu.

Flipinn Almennt

Reitayfirlit

Reitir

Skýring

Kóti

Kóti safn

Lýsing

Lýsing safns

Tegund

Tegund safns. Tegundin getur verið Safn, Hámark/lágmark eða Afsláttur. Tegundin Safn er notuð fyrir almennt safn og reiknireglur fyrir útreikning. Möguleiki er að setja upp safn fyrir hámarks-/lágmarksgjald eða afslátt en það er gert ef slíkt er ekki föst tala heldur útreiknuð upphæð.

Flipinn Reglur

Reitayfirlit

Reitir

Skýring

Magn/upphæð

Segir til um hvaða gildi á að safna, þ.e. hvort safnið eigi að reikna út upphæð, magn eða upphæð og magn.

Reikniregla

Hér er sett upp reikniregla safns. Hægt er að velja um Reikna upphæð – Stighækkandi, Reikna magn – stighækkandi, Reikna upphæð – þrepakostnaður og Reikna magn – þrepakostnaður.

Uppskipting tímabils

Hægt er að velja um að Skipta ári eftir tímab. í samn.línu eða Engin skipting árs. Ef valið er að skipta ári eftir tímabilum í samningslínum þá er deilt með fjölda tímabila í útreiknaða upphæð safns.

Söfnun

Hægt er að hafa þennan reit auðan eða velja Draga frá fyrri færslu. Ef valið er að draga frá fyrri færslu er tekið tillit til fyrri færslna við útreikning.

Hlutfall af lokaupphæð

Segir til um hlutfall sem reikna skal af lokaupphæð ef myndaðir eru lokareikningar í lok árs.


Flipinn Hámark/Lágmark

Reitayfirlit

Reitir

Skýring

Aðferð

Valmöguleikar eru Reikna upphæð, Föst upphæð, Reikna magn og Fast magn. Ef valið er Reikna upphæð eða Reikna magn er sett upp safn með tegundinni Hámark/lágmark þar sem tilgreint er hvernig upphæð/magn skuli vera reiknað út og vísað í það safn í reitnum Kóti.  

Ef valið er Föst upphæð eða Fast magn er upphæðin sett í reitinn Gildi.

Gildi

Þessi reitur opnast ef valið er Föst upphæð / Fast magn í reitnum Aðferð. Hámarks/lágmarks upphæð er sett í þennan reit.  

Kóti

Þessi reitur opnast ef valið er Reikna upphæð / Reikna magn í reitnum Aðferð og er hér vísað í hámarks/lágmarks safn sem sett hefur verið upp fyrir útreikning á hámarki/lágmarki.

Flipinn Afmörkun

Hér er sett upp hvernig safnfærslur verða notaðar. Afmarkanirnar hér segja til um hvernig safnið afmarkar sig á safnfærslur til að reikna út gjaldið.

Reitayfirlit

Reitir

Skýring

Afmörkunaraðferð

Tilgreinir hvernig afmarka skuli í safnfærslum. Hægt er að velja um afmörkun á Samningslínu, Samningsnúmer eða Númer vskm.

Afmörkunarreitur 1/2/3/4

Hér er sett Aðferð og hægt að velja um að afmarka á Fast gildi, Vídd eða ákveðinn Reit. Í reitinn Afmörkun er sett fasta gildið, víddin reitinn sem afmarka á.


Flipinn Afslættir

Hægt er að setja upp útreikninga á afslætti með safni. Þá er aftur sett upp sérstakt safn með tegundinni Afsláttur þar sem sett er upp hvernig afslátturinn er reiknaður út. Þegar búið er að setja upp afsláttar safnið er það sótt inn í flipann Afslættir.

Reitayfirlit

Reitir

Skýring

Kóti

Hér er vísað í safn fyrir útreikning á afsláttum.

Lýsing

Lýsing á afsláttarsafni. Kemur sjálfkrafa frá afsláttarsafni.

Flipinn Reiknilínur

Í Reiknilínur er Aðferð sett upp annað hvort hlutfall sem reikna skuli af safnfærslum eða fast gildi. Ef fast gildi er sett inn þá þarf ekki að vera með afmörkun á safnfærslur, sbr það sem farið er yfir hér fyrir ofan í kaflanum um Afmörkun heldur nægir að setja inn fasta gildið (upphæðina) sem á að reikna fyrir safnið. Ef gjaldið á hins vegar að vera hlutfall af safnfærslum þá er hlutfallið sett í reitinn Gildi.

Hægt er að setja upp mismunandi gildi fyrir mismunandi upphæðir og eru þá hér settar upp línur þar sem tilgreint er frá og til upphæð og svo gildi, annað hvort hlutfall eða föst upphæð.

Reitayfirlit

Reitir

Skýring

Frá - Til

Frá og til upphæðir sem gildi á að gilda fyrir.

Aðferð

Annað hvort Hlutfall eða Gildi. Ef hlutfall er notað þá er gildið sem sett er inn prósenta (%) en ef Gildi er valið er það föst upphæð.

Gildi

Hér er sett inn hlutfallið eða gildið sem nota skal við útreikning upphæðar. Ef Aðferð er Hlutfall er gildið hér prósenta (%) en ef Aðferð er Gildi er þetta föst upphæð.

Safnfærslur

Safnfærslur eru gögnin sem söfnin reikna gjöldin út frá og  geta verið ýmist upphæðir eða magn. Safnfærslur er hægt að slá handvirkt inn eða lesa inn

Safnfærslurnar er hægt að nálgast frá hlutverki samningakerfis Wise.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.