Samningur
Með því að velja aðgerðina Samningur þá opnast form til að búa til nýjan samning. Hér þarf að fylla út viðskiptamann, gildistíma frá, reikningsmyndunarkóta, kóta greiðsluskilmála, greiðsluháttarkóta og tegund samnings.
Hægra megin á samningsspjaldi er upplýsingakassi (e. FactBox) sem sýnir upplýsingar um viðskiptamanninn, stöðu hans, sölutölur, kennitölu, upplýsingar um samninginn og fleira.
Í aðgerðastiku er hægt að vinna með samning, breyta stöðu hans, fletta upp bókuðum reikningum o.fl.
Aðgerðayfirlit
Hnappur | Skýring |
---|---|
Vinna |
|
Reikningamyndun | Hér er hægt að mynda reikning út frá samningi. |
Opna/læsa | Hér er hægt að opna eða læsa samningi. |
Athugasemdir | Ef athugasemdir hafa verið skráðar á samning þá er hægt að skoða þær hér eða bæta við nýrri athugasemd. |
Reikningatímabil | Hér er hægt að fletta upp sölu- og innkaupaskjölum (ýmist óbókuð eða bókuð) fyrir hvert reikningatímabil samningsins. |
Skýrslur | Hér er hægt að senda tölvupóst með upplýsingum frá samningi á netfangið sem er skilgreint á viðskiptamannaspjaldi. |
Breyta stöðu | Undir þessari valmynd er hægt að breyta stöðu samnings. Hægt er að velja um Beiðni, Opinn, Staðfestur, Í bið, Lokaður og Hafnað. Ef notandi á að geta breytt stöðu samnings þarf hann að gefa honum heimild til þess með því að haka í Getur breytt stöðu samnings í Notandauppsetningu. |
Skjöl | Hér er hægt að fletta upp bókuðum reikningum, bókuðum kreditreikningum, Pöntunum, reikningum og kreditreikningum fyrir samninginn. |
Aðgerðir | Hér er hægt að velja um að afrita skjalalínur og upplýsingar úr haus úr öðrum samningi yfir í þennan samning. Hægt er að afrita annan samning yfir á nýjan samning til að búa á fljótlegan hátt til svipað skjal. Einnig er hér aðgerð til að breyta dagsetningum á línum. |
Tengt | Hér er hægt að opna spjald viðskiptamanns, skoða athugasemdir, breytt eða bætt við víddum á samning og skrá netfangs þess aðila sem á að fá upplýsingar um hvort samningur sé útrunninn eða þegar athugasemdumer bætt á samning. |
Skýrslur | Hér er hægt að prenta eða skoða samning til að skoða verðmæti leyfa. |
Samningslínur
Í samningslínum er fyllt út það sem á að reikningsfæra fyrir. Hægt er að velja tegundirnar fjárhagur, vara, forði, eign eða kostnaðarauki, allt eftir því hvað við á.
Aðgerðayfirlit
Hnappur | Skýring |
---|---|
Stjórna | Hér er hægt að eyða línu og stofna nýja línu í samningi. |
Lína |
|
Víddir | Hér er hægt að skrá og breyta víddum fyrir hverja línu í samningi fyrir sig. |
Uppskrift | Hér er hægt að skrá inn uppskrift af samningslínunni. Hægt er að tengja fjárhag, Forða, Vöru, Eign og Kostnaðarauka við samningslínuna. Upphæð í samningslínu er þá samtala úr uppskrift. |
Uppskrift saga | Hér er hægt að skoða gamlar útgáfur af uppskriftinni sem tilgreinir hvaða vörur og tilföng voru áskilin til að setja saman uppskriftina. |
Veltuskráning ( ef veltuskráning virk í samningagrunni) | Skoða eða breyta veltuleigu. Veltuleiga getur verið mismunandi milli veltuupphæða og ýmist reiknuð út frá prósentu eða fastri upphæð. |
Veltuskráning uppsetning ( ef veltuskráning virk í samningagrunni) | Skoða eða breyta uppsetningu veltuleigu. Veltuleiga getur verið mismunandi milli veltuupphæða og ýmist reiknuð út frá prósentu eða fastri upphæð. |
Safnfærslur | Skoða eða breyta safnfærslum. |
Reitayfirlit
Reitur | Skýring |
---|---|
Tegund | Hér er valið hvort um sé að ræða samning um fjárhagsreikning, vöru, forða eða eign. |
Nr. | Númer fjárhagsreiknings/vöru/forða/eignar er valið hér. |
Eignabókunarflokkur | Eignabókunarflokkur kemur frá eign í þennan reit. |
Lýsing | Lýsing fjárhags/vöru/forða/eignar kemur hér sjálfkrafa þegar númer er valið. Þessum texta er hægt að breyta. |
Magn | Hér er magn fjárhags/vöru/forða/eignar valið. |
Mælieiningarkóti | Hér er mælieiningarkóti fjárhags/vöru/forða/eignar valinn. |
Ein.verð án VSK | Hér þarf að rita inn verð fjárhags/vöru/forða/eignar sem nota skal á samningnum. |
Línuupphæð án VSK | Línuupphæð án VSK |
Línuafsl. % | Afsláttur línu. |
Upphafs-/lokadags. síðasta tímabils | Dagsetningin í þessum reit segir til um fyrir hvaða tímabil var síðast reikningsfært fyrir. Dagsetningin uppfærist sjálfkrafa þegar búið er að mynda og bóka reikninga í samningakerfinu. |
Upphafs-/lokadags. næsta tímabils | Dagsetningin erfist af upplýsingum í Almennt flipanum eða úr línunni fyrir ofan, mismunandi eftir uppsetningu. Hægt er að breyta dagsetningunni fyrir línu/r ef þörf er á. Í reikningamyndun er afmarkað á þessa dagsetningu. |
Næsti reikningsmyndunardagur | Segir til um dagsetningu næsta reikningsmyndunardags samningslínunnar. Í reikningamyndun er afmarkað á þessa dagsetningu. |
Reikningsmyndunarkóti | Reikningsmyndunarkóti erfist af upplýsingunum sem settar eru inn í Almennt flipanum og segir til um tímabil samningslínunnar. Kótanum má breyta fyrir einstakar línur eftir þörfum. Mögulegt er að hafa línur á samningi á mismunandi tímabilum. Afmarkað er á þennan kóta við reikningamyndun. |
Tegund reikingsmyndunar | Þessar upplýsingar erfast frá Reikningsmyndunarkóta. Segir til um hvort lína er reiknuð fyrirfram, þ.e. í upphafi tímabils eða eftir á, þ.e. í lok tímabils. |
Gildir frá | Segir til um frá hvaða dags samningslínan gildir. Gildi í línunni erfist úr samningshaus en hægt er að breyta ef þörf er á. |
Gildir til | Dagsetning sem samningslínan gildir til. Aðeins er fyllt út í þennan reit ef dagsetningin er þekkt. Annars er hann hafður tómur. Ekki er reikningsfært á samningslínu ef Gildir til dagsetningin er á undan reikningatímabilinu sem verið er að reikningsfæra. |
Veltutengt | Hér kemur hak ef lína er veltutengd. Mögulegt er að tengja samningslínu við veltu. Skráð er þá inn velta viðskiptamannsins á tímabili (eftir á) og síðan reiknast upphæðin af skráðri veltu út frá skilgreindu hlutfalli. |
Veltutengt línunúmer | Hægt er að tengja samningslínu annarri samningslínu til að Hér er skráð hvaða samningslínu þessi lína er tengd. |
Veltutenging hámark | Tilgreinir hámarksupphæð úr veltulínu |
Reikningsmyndunarstýring | Hér er hægt að velja Reikningsmyndunarstýringu. Á reikningsmyndunarstýringu er hægt að skrá greiðsluháttarkóta, greiðsluskilmála og lýsingu. Við myndun sölureiknings eru þessi greiðsluháttarkóti og greiðsluskilmáli notaðir í sölureikningi í stað þess sem er skráð á samninginn og lýsingin er sett í sölulínu. |
Bein afhending | Segir til um hvort það sé bein afhending til í innkaupum. |
Fjöldi innkaupalína | Hér sést fjöldi innkaupalína sem er tengd þessari línu. |
Safnkóti | Tilgreinir safnkóta |
Vísitala | Hægt er að tengja samningslínu við vísitölu. Vísitalan er sett upp eins og hver annar gjaldmiðill og valin í línuna. |
Grunngengi vísitölu | Skráð er inn grunngengi vísitölu í þennan reit við stofnun samnings. Einnig er hægt að búa til reiknireglu vísitölu ef grunngengi vísitölu á að vera lægsta mögulega gengi. |
Vísitölufrysting | Hægt er að frysta vísitölu á ákveðnu tímabili. |
Fyrir neðan samningslínur eru nokkrir kaflar sem heita Reikningsfæra, Afhending, Erlent, Annað og Ferill.
Reikningsfæra - Hér birtist sjálfgefið upplýsingar um viðskiptamann sem er skráður í haus samnings. Ef annar aðili á að fá reikninginn, þá er það skráð hér.
Afhending - Ef afhending er á öðrum stað en hjá viðskiptamanni sem er skráður í haus, þá er því breytt hér.
Erlent - Ef reikningur á að vera í öðrum gjaldmiðli en notað er í kerfinu, þá er það skrá hér ásamt tungumáli ofl.
Ferill - Hér sjást upplýsingar um hver stofnaði samninginn og hvenær.
Annað -
Reitur | Skýring |
---|---|
Upprunalegur samningur | Sé aðgerðin Afrita skjal notuð til að mynda nýjan samning, þá flyst númer þess samnings sem afritað er af, í reitinn Upprunalegur samningur. Hafi samningur sem afritað er af, einnig verið myndaður með aðgerðinni Afrita skjal, þá flyst gildið í reitnum Upprunalegur samningur beint yfir í reitinn Upprunalegur samningur í afrituðum samningi. |
Síðasti samningur | Sé aðgerðin Afrita skjal notuð til að mynda nýjan samning og fleiri en einn samningur hafa verið afritaðir þá flyst númer samnings, sem afritað er af, í reitinn Síðasti samningur. |
VSK-númer | Í þessum reit birtist VSK-númer viðskiptamanns. Kerfið sækir VSK-númerið í töfluna Viðskiptamaður þegar fyllt er í reitinn Selt-til – Viðskm.nr. |
Tegund útreiknings | Hér er hægt að velja milli % af virði og Handvirkt. % af virði: Notandi getur sett inn hlutfall (0-100%) í reitinn Útreikn.gildi samnings. Hlutfallið er síðan notað við að reikna út upphæð í uppskriftum tengdum samningslínum samnings. |
Útreikn.gildi samnings | Reitur notaður með reitnum Tegund útreiknings. Sjá útskýringar fyrir reitinn Tegund Útreiknings fyrir nánari lýsingu á virkni. |
Tilvísun yðar | Tilvísun viðskiptamanns. Innihald verður prentað á söluskjöl. |
Númer utanaðk. skjals | Hér er hægt að skrá númer utanaðkomandi skjals, til dæmis samningsnúmer eða annað. Þessi reitur erfist ekki yfir á sölureikning. |
Undirskrift | Hér er dagsetning skráð: Hvenær er skrifað undir samning. |
Leigusambandslok | Hér er dagsetning skráð: Hvenær leigu lýkur. Þessi reitur er eingöngu til upplýsingar og hefur ekki áhrif á reikningagerð. |
Samningshaus og línur samstilltar | Segir til um hvort vissar uppsetningar skuli vera eins í haus og línum. Ef valið Samstillt þá þurfa allar línur samnings að hafa sama Næsti reikningsmyndunardagur, Upphafs-/Lokadags. síðasta tímabils, Reikningsmyndunarkóta þegar samningur er gerður virkur. |
Selt-til/Reikn.færist á viðskm/Sendist-til upp | Hér er valið hvort eigi að sækja selt-til/reikningsfærist á/sendist-til upplýsingar af samningi eða af viðskiptamannaspjaldi. |
Leyfisnúmer | Hér er leyfisnúmer skráð. |