Tölvupóstur
Ef nota á tölvupóstsvirknina þarf að vera hakað í Nota tölvupóst í uppsetningu Samningakerfis.
Tilgangur tölvupóstsvirkninnar er að geta sent starfsmanni/umsjónarmanni Samningakerfisins upplýsingar um samninga á sjálfvirkan hátt. Hvort sem að það er Athugasemd, Tilkynning um útrunna samninga, Framlenging samninga eða Laus svæði.
Tölvupósthópur
Settur er upp Tölvupósthópur og þangað eru þau netföng sótt sem eiga við hvern samning.
Í dæminu hér fyrir neðan er jonah@wise.is sendur póstur um útrunna samninga, ef einhverjir eru. Þegar fleiri aðilar eiga að vera í tölvupósthópnum er þeim bætt við í nýrri línu.
Tegund
Reitayfirlit
Reitir | Skýring |
---|---|
Athugasemd | Ef athugasemd er skráð á samning undir flipanum Færsluleit - Athugasemdir og hakað er í senda email á athugasemdinni, þá mun skráð netfang fá tölvupóst með athugasemdinni. Einnig er hægt er að hafa netfang fyrir hvern samning fyrir sig og er það þá skráð í samningnum sjálfum undir flipanum Færsluleit – Tölvupóstur. |
Útrunnir samningar | Tölvupóstur sendur á viðkomandi netfang með lista yfir þá samninga sem renna út á tímabilinu, tímabil og fyrirvari settur upp undir Tölvupóstur. |
Tíðni útsendinga
Stilla þarf tíðni tölvupóstsendinga og er það gert undir Aðgerðir > Stjórnun > Tölvupóststilkynningar.
Dæmi: Tegundin Útrunnir samningar er með tíðnina 1M (1 mánaðar fresti) og var síðast keyrð 07.2.2022 og verður næst keyrt 07.3.2022.
Til þess að keyrslan keyrist sjálfkrafa þarf að setja upp verkröð fyrir Aðgerð 10007060 Agreement Email undir töflunni verkraðarfærslur. Þegar verið er að setja upp verkraðarfærslu í fyrsta skipti er mælt með að fá aðstoð ráðgjafa Wise við uppsetningu.