Um kerfið - Samningakerfi Wise
Samningakerfi Wise fyrir Microsoft Dynamics 365 Business Central (BC) er sérhönnuð lausn fyrir fyrirtæki sem þurfa að innheimta tekjur og gjöld reglulega yfir tímabil. Kerfið er einfalt í notkun, veitir góða yfirsýn og hentar stórum jafnt sem smáum fyrirtækjum.
Samningakerfið heldur utan um samninga sem gerðir eru við viðskiptavini og veitir heildaryfirsýn yfir tekjur og gjöld. Hver samningur felur í sér grunnupplýsingar um viðskiptavini, samningatímabil, reikningstímabil, föst þjónustugjöld, leigutekjur íbúða / tækja eða hverskonar tekjur sem innheimta skal.
Kerfið myndar reikninga eftir tímabilum út frá þeim forsendum sem skráðar eru í hverjum samningi.
Mögulegt er að vísitölubinda samningslínur og einnig er hægt að hafa samning í hvaða gjaldmiðli sem er.
Hægt er að setja inn uppskrift á bak við samningslínu, þar sem samtala úr uppskrift myndar grunn að samningstekjum í tengdri samningslínu.
Kerfið tengist fjárhags-, forða-, eigna-, viðskipta- og birgðakerfi Dynamics BC og styður staðlaða virkni, t.d. viðhengi sem gerir kleift að tengja inn skannaðan samning við samningsspjald. Hægt er að aðgreina samninga niður á víddir og er allur rekjanleiki í sölu – innkaupakerfi og fjárhag mjög góður.
Handbók þessi er ætluð sem leiðbeininga- og uppflettirit fyrir þá starfsmenn sem vinna með samninga fyrirtækja eða aðrar vinnslur tengdar samningum. Handbókin er þannig uppflettirit um eiginleika kerfisins og virkni þess en ekki kennslubók í notkun þess.