Uppsetning veltuleigu
Ef nota á veltuleigu þarf að skoða Samningagrunn og haka við Veltuskráning virk.

Byrjað er á því að búa til samning og sett á hann viðeigandi samningslínur.

Þegar samningslína sem á að reikna veltu af hefur verið stofnuð er farið í Lína – veltuskráning uppsetning og veltuskráning sett upp. Þegar búið er að setja upp viðeigandi gildi er valið Loka. Við það merkist línan sem veltutengd.


Reitayfirlit
Reitir | Skýring |
---|---|
Upphæð frá/Upphæð til | Tilgreint er hér upphæð veltu, frá og til. |
Veltuskráning reikn.regla | Hér er valið hvort notast eigi við % eða fasta upphæð. |
Upphæð | Hér er slegin inn % eða föst upphæð. |
Föst mánaðarleiga dregin frá veltureikningi
Ef viðskiptamaður greiðir fasta leigu í upphafi hvers tímabils og veltutengda leigu að frádreginni föstu leigunni í lok tímabilsins eru settar upp tvær samningslínur, ein fyrir veltutengda leigu og önnur fyrir fasta leigu. Í samningslínunni fyrir föstu leigunni er línan fyrir veltuleigu sótt í reitinn Veltutengt línunr. Þá notar samningakerfið þá tengingu til að draga föstu leiguna frá veltutengdri leigu.
Veltuskráning
Hægt er að skrá veltu beint út frá samningi og einnig í aðgerðum í hlutverkinu Samningakerfi Wise undir Velta. Til að flýta fyrir innskráningu á veltu hefur verið sett inn aðgerð sem myndar veltuskráningarlínur fyrir gefið tímabil.

Byrjað er á því að sækja færslur fyrir ákveðið tímabil sem á að skrá á.

Við það myndast línur í listann sem hægt er að fylla út í.

Reitayfirlit
Reitir | Skýring |
---|---|
Samningsnúmer/Viðskm.heiti/Lýsing | Upplýsingar um viðeigandi samning. |
Frá dags/Til dags | Hér koma sjálfkrafa inn dagsetningar miðað við hvaða reikningsmyndunarkóti er á samningnum og hvaða tímabil var sótt færslur fyrir. |
Upphæð | Hér er slegin inn upphæð veltu fyrir tímabilið. |
Veltuhlutfall % | Hlutfall % sækist hér sjálfkrafa út frá því sem sett var upp í veltuskráning – uppsetning |
Áætlun upphæð | Ef búið var að áætla upphæð fyrir línuna undir veltuskráning áætlun birtist sú upphæð hér |
Veltutengt | Það er hakað við þennan reit ef það er til veltuskráning – uppsetning. |
Skrá veltu/Núll velta | Ef það er hakað við þennan reit þá myndast lína á sölureikningi þó að upphæð veltu sé 0. |
Veltuáætlun
Bæði er hægt að skrá áætlun beint út frá samningi og í veltuáætlunarformi undir Aðgerðir > Velta. Til að flýta fyrir innskráningu á áætlun hefur verið sett inn aðgerð sem myndar veltuskráningarlínur fyrir gefið tímabil.
Aðgerðir > Velta > Áætlun.
Í þessa valmynd er hægt að skrá áætlaða upphæð í dálkinn Áætlun upphæð. Ef engar línur hafa verið stofnaðar fyrir viðkomandi samning er hægt að fylgja skrefunum í kaflanum Veltuskráning hér fyrir ofan.