Vísitölufrysting
Hægt er að frysta vísitölu samnings í ákveðnu gengi fyrir ákveðið tímabil.
Reitirnir fyrir frystingu eru í línu samnings og heita Vísitölufrysting, Vísitölufrysting frá dags. og Vísitölufrysting til dags.
Hér er dæmi um uppsetningu þar sem er sýnt þegar gengi vísitölu er fryst í 300,00 á reikningstímabilinu 31.05.17-01.09.17. Eftir þann tíma mun gengið á vísitölunni gilda eins og áður.