Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetningaraðstoð

 Leiðbeiningar með útgáfu BC21 eða nýrri

Aðstoð við uppsetningu á kerfi tekur fyrir þau skref sem þarf að fara í gegnum til að setja upp kerfið. Ekki er um kennslubók að ræða. Uppsetning á kerfi fer fram með aðstoð uppsetningarálfs (e. Wizard) kerfisins og útlistað hvaða upplýsingar þurfa að vera til staðar og notandi er leiddur í gegnum uppsetningu skref fyrir skref. 

Velkomin

Við viljum byrja á því að bjóða þig hjartanlega velkomin í viðskipti til Wise. Í þessu skjali förum við skref fyrir skref yfir uppsetningu á sérkerfinu Skuldabréfakerfi Wise  í Business Central.

Uppsetning

Til að byrja með þarf að setja Skuldabréfakerfi Wise upp í Business Central.

Ef þú ert að nota Cronus B fyrirtækið þá er Wise búið að setja upp sérkerfið fyrir þig og þú þarft ekki að keyra álf.  Hér getur starfsmaður Wise þurft að útskýra eitthvað aðeins meira.

Farið í Uppsetning með hjálp sem er aðgengilegt ef smellt er á tannhjól  sem er staðsett efst í hægra horni vafrans.

 

Veljið Setja upp Skuldabréfakerfi Wise og fylgið leiðbeiningaraðstoðinni.

Fyrsta skrefið er bara útskýring á ferlinu og er smellt á Áfram til að hefja uppsetninguna.

Skref 1 af 5: Hér þarf að velja þá færslubók sem þú vilt að kerfið noti. Allar færslur sem kerfið myndar sjálfkrafa munu fara í þessa færslubók.

Einnig þarf að velja gjaldmiðil verðtryggingar, sem ætti að vera ISK eða eitthvað afbrigði af þeim gjaldmiðli.

Að lokum er skilgreindur sá bankareikningur sem kemur sjálfkrafa sem mótlykill á þær færslur sem kerfið myndar. Einnig biðreikning sem kemur sjálfkrafa sem mótlykill þegar bakfæra þarf afborganir. Þessum lyklum er alltaf hægt að breyta í færslubókinni áður en bókað er.

Skref 2 af 5: Hér þarf að velja þær tegundir bréfa sem stendur til að skrá í kerfið. Kerfið mun sjálfkrafa stofna bókunarflokka eftir því sem valið er hér.

Athugið að það má alltaf bæta við eða eyða bókunarflokkum síðar.

Skref 3 af 5: Hér þarf að slá inn fjárhagslykla fyrir bókunarflokka skuldabréfa sem voru stofnaðir skv. vali í síðasta skrefi.

Ef einhverjir bókunarflokkar voru þegar til þá birtast þeir hér líka.

Skref 4 af 5: Sambærilegt og síðasta skref nema núna eru það lyklar fyrir Bókunarflokka vaxta.

Skref 5 af 5: Hér valið hvort nota eigi gengistöflu Business Central kerfisins eða stofna eigi sérstaka gengistöflu fyrir skuldabréfakerfið. Fjárhagur er sjálfgefið og ef því er ekki breytt þarf ekki að gera neitt nema smella á Áfram.

Síðasta skrefið er svo að smella á Ljúka eða fara til baka og lagfæra uppsetninguna.

Leyfiskerfi Wise

Wise notar leyfisskrá fyrir sín kerfi. Allir notendur sem nota kerfið þurfa líka að hafa heimildasamstæðuna WISELCS BASIC á sér.

Stofnun gagna með Skuldabréfakerfi Wise

Eftir að uppsetning lýkur verður Skuldabréfakerfi Wise strax sýnileg á heimasíðu ef notandi hefur valið hlutverkið Wise skuldabréf.

Þjónustuborð og frekari aðstoð

Þjónustuborðið okkar er opið alla virka daga frá kl. 09 – 17. Sérfræðingar okkar sitja þar fyrir svörum og aðstoða þig með ánægju. 

Hafðu samband ef við getum aðstoðað þig í síma 545 3232, eða með því að stofna beiðni í þjónustukerfi Wise

Hjálplegir hlekkir

Hér fyrir neðan má finna nokkra hjálplega hlekki fyrir Business Central notendur. Smelltu á nafnið til að opna hlekkinn í vafra. Athugið að efnið er á ensku.

Welcome to Dynamics 365 Business Central – Hjálparsíða Microsoft

Flýtilyklar Business Central

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.