Skip to main content
Skip table of contents

Stjórnarmenn - Stjórnarvefgátt

CoreData Stjórnarvefgátt er veflausn sem heldur utan um stjórnarfundi og öll tilheyrandi fundargögn svo sem dagskrá, fundargerðir, ítarefni, verkefni og áætlanir.  Stjórnarmenn fá aðgang að gögnum í öruggu vefumhverfi í stað útprentaðra gagna eða sendinga í tölvupósti.

  • Allt efni fyrir stjórnarfund ásamt fundargerð er aðgengilegt þegar á þarf að halda

  • Auðvelt er að leita að upplýsingum og gögnum með öflugri leit

  • Stjórnarmenn geta skráð athugasemdir vegna fundargerða og/eða funda

  • Stjórnarmenn geta undirritað fundargerðir og önnur gögn

Notendastillingar

Við fyrstu innskráningu er nauðsynlegt að breyta lykilorði, nema ef þú skráir þig með rafrænum skilríkjum. Hægt er að breyta lykilorði með því að velja stafina sína uppi í hægra horninu og velja Breyta mínum stillingum, sjá nánar hér.
Lykilorð ætti að vera minnst 8 stafir og blanda af tölustöfum og stórum og litlum stöfum. 

ATHUGIÐ að notendanafn er aldrei netfang.

Tungumál

CoreData er bæði á íslensku og ensku.  Ef smellt er á stafi innskráðs notanda efst í hægra horni þá birtist valmöguleikinn Tungumál.

Yfirlit funda og verkliða

Þegar stjórnarmaður hefur skráð sig inn í CoreData birtist hliðarstika þar sem smellt er á Svæði til að sjá svæðin sem stjórnarmaður hefur aðgang að.

Ef smellt er á Stjórnarfundir birtist yfirlitssíða með lista yfir nýjustu stjórnarfundi.  Hægt er að smella á Sjá öll verkefni (neðarlega á síðunni) til þess að sjá lista yfir alla skráða fundi í CoreData. Á yfirlitssíðu er einnig hægt að sjá ókláraða verkliði ef skráðir hafa verið verkliðir í kjölfar funda.

Ef smellt er á ákveðinn fund í listanum opnast yfirlitssíða fundarins á sama hátt og lýst er hér að ofan. 

Fundir, yfirlit og fundargögn

Hver fundur er aðgengilegur í CoreData ásamt dagskrá og gögnum. Tengill er oftast sendur á stjórnarmenn í tölvupósti þegar nýr fundur er kominn inn á vefgáttina. Þegar smellt er á tengilinn þarf að slá inn notendanafn (username) og lykilorð (password) eða nota rafræn skilríki til innskráningar.
Eftir innskráningu opnast yfirlitssíða fundarins og gögn tengd honum. 

Á yfirliti fundar er oftast dregin fram dagskrá fundarins, hægt að sjá fimm nýjustu skjöl fundarins og fleiri upplýsingar. Ef fleiri skjöl tilheyra fundinum sjást þau undir flipanum Skrár.
Skjöl opnast í skoðunarham þegar smellt er á þau.

Athugasemdir

Neðst á yfirlitssíðu fundar og við hvert skjal er athugasemdareitur. Skráðar athugasemdir birtast öllum með aðgang að fundinum með upplýsingum um hver skrifaði athugasemdina og hvenær. 
Aðrir stjórnarmenn og starfsmenn geta svarað athugasemdum með því að skrifa nýjar.

Yfirferð skjala

Þegar smellt er á skjal opnast það í skoðunarham þar sem hægt er að lesa innihald skjalsins gegnum viðmót CoreData.

  • Efst birtist nafn viðkomandi fundar sem skjalið tilheyrir. Ef smellt er á nafn eða flipann Skrár þá opnast yfirlitssíða yfir skjöl fundarins.

  • Nafn skjalsins sem verið er að skoða er birt fyrir ofan stjórnstiku skjals (hér fyrir ofan í rauðum kassa)

  • Stjórnstika skjals býður upp á að fletta á milli blaðsíða í skjali, skrá inn númer síðu sem á að birta auk þess að opna stærri útgáfu í öðrum flipa með Fylla skjá.

Leit að fundum og skjölum

Auðvelt er að leita að fundum, skjölum og upplýsingum í CoreData með leitinni sem aðgengileg er úr stjórnstikunni.

Leitað er samtímis í öllum gögnum þ.e. fundum, kynningum og öðrum gögnum. Hægt er að leita eftir texta (google leit) og/eða afmarka leitina við flokkana sem eru hægra megin á síðunni undir Afmörkun t.d. skjalategund, skráarsnið og efnisorð. 

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.