Skip to main content
Skip table of contents

2.57 - CoreData útgáfulýsing

29. september 2021

Eins og fram hefur komið áður er undirstaða CoreData okkur hugleikin og tókum við áhlaup í sumar til að klára að fullu uppfærslu yfir í Python 3 sem partur af því að tryggja öryggi og rekstrarsamfellu lausnarinnar.

Þessi CoreData útgáfa er því nokkuð miðuð að öryggis-, rekstrarsamfellu og stöðuleika sem viljum tryggja í lausninni. Hér má finna þau atriði sem koma með úgáfu 2.57 á næstu dögum.

Uppfærsla í Python 3.9

Þar sem við höfum skýra sýn með framþróun CoreData lausnarinnar þá var uppfærsla á Python 3.9  mikilvægt skref. Með þessu skrefi fetum við okkur áfram á þeirri vegferð að viðhalda og auka öryggi lausnarinnar. Okkur er mikið í mun að tryggja öryggi gagna og reksturs hjá viðskiptavinum okkar. Með þessari uppfærslu í nýjustu útgáfu af Python þá erum við að taka mikilvæg skref í þeirri baráttu við öryggisógnanir á netinu.

Stöðugleiki og sjálfvirkar prófanir

Yfir allan þennan tíma sem við tókum í að yfirfara kerfið og laga það að breyttum grunnkóða þá höfum við verið í tiltekt í kerfinu, einfaldari breytingar sem bæta stöðugleika og bæta við sjálfvirkum prófunum. Yfirgripsmiklar sjálfvirkar prófanir eru í nútíma hugbúnaðargerð sjálfsagður hluti af kerfum. Það sparar og einfaldar vinnu auk þess sem handgerðar prófanir fara þá meira að skorðast við upplifun notenda sem hjálpar til við að bæta hana til lengri tíma. Með slíkum sjálfvirkum prófunum sjáum við strax hvort eitthvað sé að brotna snemma í þróunarferlinu sem sparar gríðarlega mikla vinnu og tíma til lengri tíma séð. Eins er líklegra að við grípum villur áður en kerfið fer alla leið í raunumhverfi.

Betra skipulag og skorður á óæskilegum skrám í ruslinu

Fyrir skjalastjóra og ofurnotanda er nú komin betri yfirsýn á upplýsingum í ruslatunnu með því að efla leitarskorður. Nú er hægt að velja dagsetningar hvenær verkefnum, verkliðum, möppum, skjölum og svæðum var stofnað og var eytt. Þetta hjálpar notendum í kerfinu að hafa stjórn á upplýsingum sem mögulega lenda óvart í ruslinu og þarf að endurheimta eða endanlega eyða.

Bættar leitarskorður í  “stóru leitinni”

Nú höfum við bætt við nýjum leitarskilyrðum í afmörkun á heildarleitinni.  Þetta bætir yfirsýn fyrir notendur
og gerir þeim kleyft að vera fljótari að finna þau gögn og skjöl sem leitað er að með bættum afköstum.

Hafðu samband við okkur, coredata@coredata.is  og við stillum afmörkun á heildarleitinni eins og hentar best fyrir ykkur.

Bætt yfirsýn samninga 

Mikilvægt er að ná utanum og hafa yfirsýn yfir hinar ýmsu tegundir af samningum við viðskiptavini, þjónustuaðila, birgja sem og aðra samninga. Við höfum bætt við skorðum í samningasýn til að bæta umsýslu samninga sama hvaða líftíma þeir eru. Með því að nota nýjar flokkanir á samningum þá er hægt að ná betur utanum samninga sem eru að renna út, eru í gildi eða þarfnast skoðunar. Þessar breytingar eru til þess ætlaðar og styðja viðskiptavini okkar við að ná betur utanum samningamál og yfirsýn þeirra.

Bætt afköst og API viðbætur 

Síðast en ekki síst eru það allar þær minni lagfæringar sem þarf alltaf að taka með inn í allar útgáfur þar sem við erum að bæta afköst og gæði kerfisins auk þess að bæta við möguleikum í notkun á API lagi CoreData kerfisins. Viðskiptavinir okkar eru í enn meira mæli að samþætta lausnir sínar við CoreData þannig að skjöl séu varðveitt á réttum stöðum. Þá skiptir miklu máli að þessar aðgerðir séu einfaldar og auðvelt að nota. Það sparar ykkur tíma í innleiðingu, samþættingu og viðhaldi á heildar tækniumhverfi ykkar. 

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða athugasemdir til okkar, endilega sendið okkur línu á coredata@coredata.is.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.