Skip to main content
Skip table of contents

2.59 - CoreData útgáfulýsing

12. júlí 2022

Í þessari útgáfu eru margir spennandi eiginleikar sem notendur hafa verið að bíða eftir. Öryggismál eru okkur alltaf hugleikin og því eru nýjungar í útgáfunni sem bæta öryggi og aðgangsmál auk annarra minni lagfæringa.

CoreData og Wise – samþætting fyrirtækjanna

Unnið hefur verið að því undanfarnar vikur að samþætta lausnir CoreData og Wise. Á komandi mánuðum munum við sjá enn frekari samþættingu fyrirtækjanna og lausna þeirra þó svo að rekstur verði aðskilinn fyrst um sinn. Fyrsta skref í samþættingu fyrirtækjanna er nýtt merki CoreData en það var hannað með merki Wise að leiðarljósi.

Þar með verða merki fyrirtækjanna í samsteypunni þannig að þau kallast á og gefa til kynna að þau styðja lausnarmengi hvers annars. Á komandi misserum munum við sýna nýjungar og viðbætur í þessum lausnum sem styrkja þessar samþættingar.

Meðfylgjandi er lýsing á nýjungum í úgáfu 2.59:

Rafrænar undirritanir

Undirritun í CoreData

Rafræn undirritun hefur nú verið uppfærð í CoreData. Ekki er þörf á að „senda skjal til undirritunar“ nema þegar aðili hefur ekki aðgang að CoreData. Búið er að útleiða eldri útgáfu undirritunar og komin er fullgild rafræn undirritun með Dokobit þegar notað er „undirrita“ eins og þegar notað er „senda til undirritunar“.

Rafræn undirritun getur verið í öllum þeim löndum sem Dokobit styður. Hér getið þið kynnt ykkur þau lönd og svæði sem Dokobit styður: https://www.dokobit.com/is/lausnir

Senda til undirritunar í CoreData

Töluverðar viðbætur og lagfæringar hafa verið gerðar á „senda skjal til undirritunar“:

  • Möguleiki að senda á ábyrgðaraðila og/eða tengda aðila verkefnis.

  • Möguleiki að senda á viðskiptavini verkefnis.

  • Auðkenning með rafrænum skilríkjum áður en skjal er undirritað.

  • Undirritanir dregnar út úr skjalinu til upplýsinga í undirskriftarboxinu.

  • Áminning – minna undirritendur á að klára undirritun.

  • Leita í stóru leitinni og finna á auðveldari hátt skjöl sem hafa verið undirrituð rafrænt.

  • Skjölum aflæst eftir að undirritunarferli lýkur.

  • Hægt að búa til HTML útgáfu af tilkynningarpóstum til að gera slóðir að skjölum læsilegri.

Undirritunarferlið

Undirritun varin með auðkenningu:

Þar sem undirritun er nú varin með rafrænni auðkenningu þá er tryggt að eingöngu þeir sem hafa aðgang og ætlað er að skrifa undir komist í skjalið. Hægt er að taka hakið af og þá þarf ekki að auðkenna sig áður en skjalið er undirritað.

Minna undirritendur á að klára rafræna undirritun:

Listi yfir alla þá undirritendur sem sent var á og eiga eftir að skrifa undir birtist og hægt er að velja þá úr lista.

Þeir sem óska eftir að fá frekari upplýsingar eða vilja láta virkja rafrænar undirritanir geta haft samband við þjónustuborðið: coredata@coredata.is

CoreAdmin – bætt utanumhald og skráning aðgangs hjá notendum

  • Tímabil aðgangsopnunar.

  • Bætt sýn á stöðu auðkenningar notanda.

  • Tengja notanda við þegar skráðan tengilið.

  • Allar aðgerðir í API lagi tengjast settum öryggisreglum.

Tímabil aðgangsopnunar:

Ákveðið tímabil sem opið er fyrir notanda. Þetta er gott að nota t.d. fyrir tímabundinn aðgang ytri notanda þ.a. ekki gleymist að loka fyrir notanda.

Bætt sýn á stöðu aðgangs notanda:

Viðbótin „User inactivity“ er öryggisstilling sem tryggir að ef notendur hafa ekki skráð sig inn í ákveðið langan tíma eru gerðir óvirkir í kerfinu. Þetta hjálpar fyrirtækjum að tryggja að ef það gleymist að loka notendum þá hafi þeir a.m.k. ekki ótímabundnar aðgangsheimildir að gögnum í kerfinu.

Tengja notanda við þegar skráðan tengilið:

Einfaldar skráningu notenda t.d. þegar verið er að stofna ytri notendur sem eru partur af öðru fyrirtæki en þínu.

Minni lagfæringar sem vert er að minnast á

Sýna lýsingu á svæði undir heiti svæðis

Nú er hægt að sýna lýsingu á svæði sem skráð er í CoreAdmin (takmörkuð lengd). Haka þarf við í bakenda ef birta á lýsingu í framenda.

Tegund verkefna í lista og afmörkun

Nú er hægt að bæta í lista og afmörkun upplýsinga um tegund verkefna (verkefni, yfirverkefni).

Bætt afköst, minni lagfæringar og API viðbætur

Síðast en ekki síst eru það allar þær minni lagfæringar sem þarf alltaf að taka með inn í allar útgáfur þar sem við erum að bæta afköst og gæði kerfisins auk þess að bæta við möguleikum í notkun á API lagi CoreData. Viðskiptavinir okkar eru í enn meira mæli að samþætta lausnir sínar við CoreData þannig að skjöl séu varðveitt á réttum stöðum. Þá skiptir miklu máli að þessar aðgerðir séu einfaldar og auðvelt að nota. Það sparar ykkur tíma í innleiðingu, samþættingu og viðhaldi á heildar tækniumhverfi ykkar.

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða ábendingar, endilega sendið okkur línu á þjónustuborðið: coredata@coredata.is

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.