2023.1 - CoreData útgáfulýsing
12.maí 2023
Útgáfunúmerum verður nú breytt frá og með þessari útgáfu þ.a. í stað þess að telja áfram úr 2.60 í 2.61 munum við nú hafa númerin á útgáfum CoreData sem ártal þegar útgáfan er gefin út og síðan hlaupandi númer útgáfunnar innan ársins. Þannig ætti númerið að gefa betri upplýsingar um hversu ný útgáfa er hverju sinni. Markmið CoreData er að gefa út nýjar útgáfur 3-4 sinnum á ári.
Lýsing á nýjungum í úgáfu 2023.1:
Tvær nýjar aðgerðir eru megin breytingar þessarar útgáfu. Í fyrsta lagi að “Senda skjal í stafrænt pósthólf“ (https://island.is/minarsidur/postholf ) og í öðru lagi að “Afrita verkefni”.
Senda skjal í stafrænt pósthólf
Einstaklingar og lögaðilar eiga sitt stafræna pósthólf. Þar eru birtar sértækar, persónulegar upplýsingar og skilaboð frá hinu opinbera til einstaklinga og fyrirtækja. Nú geta þau félög og fyrirtæki sem heyra undir hið opinbera og eru í viðskiptum við CoreData sent skjöl til aðila í stafrænt pósthólf úr CoreData kerfinu.
Áður en þessi viðbót er virkjuð þurfa stofnanir að setja sig í samband við Stafrænt Ísland og sækja um heimild fyrir þessu og beiðni um að koma þessari samþættingu á.
Notandi getur nú úr verkefni valið að senda ákveðið skjal í stafrænt pósthólf á einn eða fleiri viðtakendur.
Hægt að er að leita að skjölum sem send hafa verið í stafrænt pósthólf í “stóru leitinni”. Það þarf að bæta þeirri afmörkun inn í global leit þegar verið er að virkja viðbótina.
Lesa má nánar um stafrænt pósthólf hér.
Þetta er viðbót (e.extension) sem þarf að virkja fyrir hvern og einn.
Vinsamlegast hafið samband við þjónustuborð til að virkja þessa viðbót.
Afrita verkefni
Nú er hægt að afrita verkefni sem tekur lýsigögn og verkliði úr verkefni og afritar þau yfir í nýtt verkefni en hægt er að breyta lýsigögnum í afritunarferlinu.
Ef titli er ekki breytt í afritunarferlinu þá kemur (afritað) aftast í titil á undan málsnúmeri / verkefnanúmeri.
ATHUGIÐ að ef verkliðir eru skráðir á verkefnið þá afritast þeir einnig með í nýja verkefnið en engin skjöl fylgja með í afrituninni. Mögulega þarf að endurglæða síðuna til að fá verkliði inn í nýja verkefnið.
Smærri lagfæringar og grunnbreytingar
Leit að notendum úr verkefnum bætt
Bætt villumeðhöndlun, hraði í aðgerðum og loggun í API lagi CoreData
Hraðavandamál lagfærð þegar verið er að fara niður í verkefni og möppur
Undirbúningur fyrir Ubuntu uppfærslu sem farið verður í eftir þessa uppfærslu
Uppfærsla á innri kóða-library’um
Herða á öryggi vegna mögulegra netárása
Bæta skilaboð við að forskoða skjöl sem ekki studd af preview server (skjöl sem ekki er hægt að fá sýnishorn af)
Ef þið hafið einhverjar spurningar eða ábendingar, endilega sendið okkur línu á þjónustuborðið: coredata@coredata.is