Skip to main content
Skip table of contents

2023.2 - CoreData útgáfulýsing

6. nóvember 2023

Þriðja útgáfa ársins er tilbúin og margt hefur verið í gangi hjá CoreData teyminu.

Fyrir utan það að vinna að breytingum á kerfinu er búið að vera að vinna í sameiningu CoreData og Wise og fjárhagsleg sameining gekk í gegn 01.07.2023. Það hefur leitt af sér vinnu við að taka upp önnur tól og aðlaga ákveðna vinnu á milli kerfa. Það helsta sem snýr að breyttu verklagi teymisins er upptaka Atlassian afurða við utanumhald á sprettum og skipulagi á vinnu þróunarteymisins. Teymið var fljótt að aðlagast notkun á Jira, Tempo og Confluence enda afar reynslumikið teymi.

Nýr samstarfssamningur við Dokobit var gerður í september 2023, svokallaður “Solution partner agreement” sem leiðir af sér ennþá betri samstarfsmöguleika og endursölu Wise á afurðum og samþættingu á lausnum Dokobit með lausnum Wise.

ISO27001 úttekt - Nóvember 2023

Þann 1. og 2. nóvember sl. fórum við í gegnum endurvottun á vegum BSI á Íslandi sem tók út öryggiskerfið okkar eða ISO27001. Það má með sanni segja að það hafi gengið mjög vel því niðurstöður voru þær að aðeins voru tiltekin 3 tækifæri til úrbóta.

Lýsing á helstu breytingum í úgáfu 2023.2:

Mikið af áhugaverðum breytingum má finna í þessari útgáfu. Sennilega er stærsta og flóknasta breytingin sem hefur áhrif á þá notendur sem nýta sér að senda skjöl í rafræna undirritun. Við vorum að færa okkur yfir á nýrri gerð vefþjónustu sem mun í framhaldinu opna á tækifæri og breidd í rafrænum undirritunum í kjölfarið.

Aðrar breytingar eru m.a. viðbætur við fyrstu útgáfu af aðgerðinni að “Senda skjal í stafrænt pósthólf“ (Mínar síður - Ísland.is) til þess að bæta sýn á þau skjöl sem send hafa verið í stafræna pósthólfið og bæta aðgengi og upplifun notenda að þeim skjölum í CoreData lausninni.

Breytingar á viðmóti til að auka skilvirkni notenda og bæta notendaupplifun. Sérstaklega í magnaðgerðum eins og að færa og eyða fjölda verkefna.

Margar breytingar hafa verið gerðar sem tengjast skilaverkefnum til Þjóðskjalasafns Íslands og bæta gæði þeirra gagna og einfalda ferlið við rafræn skil. Verið er að vinna í tveimur skilaverkefnum með viðskiptavinum í dag.

Gagnaflutningar (e.data migration) í og úr kerfinu eru einnig í vinnslu. Verið er betrumbæta það tól sem notað er við að draga gögn út úr CoreData kerfinu og koma á form sem þarf til að skila til Þjóðskjalasafns og héraðsskjalasafna. Einnig er því tengt verið að vinna ákveðið grunn “flutningslag” (e.pattern and templates) til að koma gögnum á einfaldari máta úr öðrum skjalakerfum inn í CoreData og mikill árangur hefur náðst þar með viðskiptavinum sem eru að flytja sig í CoreData úr öðrum sambærilegum málaskrár- og skjalakerfum.

Senda skjal í rafræna undirritun

Sendingarglugginn breytist og hægt er að velja hvort send er tilkynning með tölvupósti eða sms ásamt því að hægt er að senda skilaboð til þeirra sem eiga að undirrita skjalið.

Sjá nánar hér.

Senda skjal í stafrænt pósthólf

Einstaklingar og lögaðilar eiga sitt stafræna pósthólf. Þar eru birtar sértækar, persónulegar upplýsingar og skilaboð frá hinu opinbera til einstaklinga og fyrirtækja. Nú geta þau félög og fyrirtæki sem heyra undir hið opinbera og eru í viðskiptum við CoreData sent skjöl til aðila í stafrænt pósthólf úr CoreData kerfinu.

Ný yfirsýn er komin á stiku til vinstri fyrir öll skjöl sem send hafa verið í Stafrænt Pósthólf

Skerpt er á sýn þegar skjöl eru send á marga og bætt við upplýsingum um hvort skjal hefur verið skoðað af viðtakanda:

Bætt skilvirkni notenda og notendaupplifun

Breytt uppsetning við skráningu á lýsigögnum á skjöl til að styðja við bætt gæði gagna og skráninga og unnið í samráði við notendahóp CoreData (skjalastjórar í stærri fyrirtækjum). Notendur áttuðu sig ekki alltaf á því að þeir þyrftu að velja og breyta skjalategundum þegar þeir voru að skrá skjöl í CoreData.

Fyrir breytingu:

Eftir breytingu:

Bættur stuðningur við að eyða mörgum verkefnum:

Bættur stuðningur við að flytja mörg verkefni

Uppröðun svæða og betri skilaboð

Uppröðun svæða hefur verið breytt og þau raðast nú í stafrófsröð þannig að yfirsýn verður einfaldari.

Við höfum einnig bætt skilaboð við læsingu skjala eftir því hvaða aðgerðir verið er að framkvæma.

Sjálfgefin skilaboð:

Skilaboð þegar skjal er sent í undirritun:

Skilaboð þegar skjal er sent í Stafrænt pósthólf:

CoreData logo sést nú á flipa í vafra sem einfaldar notendum að sjá þegar þeir eru með fjölda glugga/flipa opnum í vafra. Var blár hringur en er nú merki CoreData.

Tenging milli viðhengja og tölvupósts

Bætt gagnagæði með tengingu milli viðhengja úr tölvupóstum við þann tölvupóst sem viðhengið kemur úr.

Skjalastjórnun og rafræn skil

Endurgerð á ferli og flæði við að taka gögn út úr CoreData til að setja inn í tól sem notuð eru við rafræn skil til Þjóðskjalasafns Íslands. Ferlið er nú mun styttra og einfaldara til að styðja það verklag sem raungerist í skilaverkefnum þar sem oft þarf að fara í gegnum nokkrar ítranir áður en lokaskil geta farið fram og Þjóðskjalasafn getur staðfest endanleg skil.

Einfaldað ferli við að setja upp og uppfæra skjalalykla og nýtt skjalalyklatré (e.fileplan root). Nú getur skjalastjóri tekið eldri skjalalykil út í excel og unnið með hann þar í þessu uppfærsluferli áður en nýr lykill er fluttur inn.

Gagnaflutningar - tól og tæki

Þegar verið er að innleiða CoreData hjá viðskiptavinum þarf stundum að flytja gögn t.d. úr öðrum kerfum og af sameignardrifum. Þetta gagnaflutningatól er innra tól fyrir starfsmenn CoreData til að styðja betur við gagnaflutningana og flýta fyrir þeim verkefnum. Svona gagnaflutningar geta oft orðið óheyrilega dýrir og eru stundum stór partur af innleiðingu nýrra kerfa, sérstaklega svo hægt sé að loka eldri kerfum og færa alla notkun yfir í nýja lausn sem verið er að innleiða.

Viðbætur í API lagi CoreData til að styðja við þessa gagnaflutninga og útfærsla á þessum mynstrum (e.patterns) við ákveðin verkefni.

Stöðugar umbætur: Minni lagfæringar, bætt kjarnavirkni og afköst

  • Undirbúningur fyrir uppfærslu á gagnagrunni

  • Bætt ferli við uppfærslu á kerfinu hjá viðskiptavinum

  • Bæta við sjálfvirkum prófunum í kerfinu til að bæta gæði prófana

  • Uppfærsla á indexum í gagnagrunni til að hraða fyrirspurnum og lagfæringar á fyrirspurnum

  • Bætt við söfnun gagna í minni (e.caching) til að flýta aðgerðum

  • Uppfærsla á tæknilegum innviðum

  • Öryggisuppfærslur

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.