Skip to main content
Skip table of contents

2024.1 - CoreData útgáfulýsing

29.maí 2024

Fyrsta útgáfa ársins 2024 er tilbúin til dreifingar og margt var í gangi hjá CoreData teyminu á fyrsta fjórðungi ársins og til dagsins í dag.

Vinna við vegvísi CoreData hefur verið mikil á meðan þessi útgáfa er í vinnslu og verið er að leggja grunn að því hvernig CoreData mun þróast og lifa nær Microsoft umhverfinu. Vegvísar vöruþróunar Wise eru einnig í vinnslu og verið að tryggja að mismunandi vörur Wise séu að þróast í takt og ítrun á samþættingu milli mismunandi kerfa og kerfishluta séu sem best. Þetta er partur af vegferð Wise sem hefur haft vinnuheitið Wise Digital og snýst um það að láta grunn kerfishluta og vörur Wise vinna betur saman sem skynlæg heild.

Samhliða þessari uppfærslu var verið að útvíkka scope á ISO27001 fyrir Wise í heild sinni og lauk því 19.apríl síðastliðinn. Verkefninu lauk frábærlega með úttekt frá BSI sem staðfesti áður góða niðurstöðu. Wise mun því hljóta vottun í framhaldi af því.

Outlook plugin virkar ekki í nýjustu útgáfu Office!

Athugið að ef verið er að uppfæra í nýjustu útgáfu af Microsoft Office hugbúnaðinum þá virka útgáfur af CoreData Outlook addin ekki. Þetta hefur með það að gera að Microsoft hefur ákveðið að leyfa ekki slíkar viðbætur. Þetta hefur áhrif á alla slíkar viðbætur sem sitja inni í Outlook, ekki bara CoreData addin. Verið er að vinna að nýrri leið við að senda í CoreData. Það mun koma út seinnipart ársins 2024.

Lýsing á helstu breytingum í útgáfu 2021.1:

Rafrænar auðkenningar með Auðkenni Appinu

Bætt hefur verið við leið fyrir notendur að auðkenna sig með Auðkenni-appinu til viðbótar við auðkenningar með rafrænum skilríkjum á SIM-korti og rafrænum skilríkjum á korti. https://www.audkenni.is/um-audkenni/frettir/audkenni-kynnir-audkennisappid/

image-20240522-091120.png

Rafrænar undirritanir

Bætt skilaboð og notendaupplifun við að senda áminningu á undirritendur skjala. Eins hefur verið bætt við upplýsingum um aðgerðir á sögu skjals (e.document history).

Skjöl erfa gögn úr verkefni stofnuð út frá verkefnasniðmátum

Þegar við stofnum verkefni út frá verkefnasniðmáti og fyllum út í alla reiti verkefnisins þá munu þau skjöl sem eru partur af verkefnasniðmátinu og stofnast inni í verkefninu erfa þau gögn sem skráð eru í skráningarferlinu. Sem dæmi má nefna viðskiptamann, eign, ofl. svæði sem eru sameiginleg verkefninu og þeim skjalategundum sem stofnast undir verkefninu.

Skráning á aðilum (viðskiptavinum/tengiliðum)

Til einföldunar í skráningarferli þá er landakóði Íslands settur fremst í skráningarsvæðið fyrir símanúmer “+354“ til að flýta fyrir skráningu og tryggja réttleika.

Screenshot 2024-04-16 at 16.18.33.png

Nú er hægt að skrá

Bætt skráningarferli á tölvupóstum með Outlook viðbót

Verið er í samvinnu við viðskiptavini að tryggja sem besta skráningu á tölvupóstum og viðhengjum þeirra. Nú eru algengustu skráarsnið valin sjálfgefin til að vistast inn í verkefni þegar skjal er “sent til CoreData”. Þau viðengi sem ekki eru valin sjálfgefið fá rauðan afgerandi lit til að kalla fram viðbrögð notandans við því að taka afstöðu til þeirra viðhengja sem á að afrita í verkefnið og hver ekki. Notandi getur valið öll viðhengi eða ekkert eftir því hver krafa fyrirtækisins er.

Uppfærsla á Joakim samþættingu

Uppfærsla á tengiliðum í CoreData út frá gögnum í Jóakim. Þessum skilum hjá Init hefur ekki verið mikið viðhaldið.

Öryggismál

Miklar uppfærslur voru á innviðum CoreData sem koma til vegna innri úttekta og skönnunar sem er hluti af öryggis- og gæðastarfi Wise.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.