Skip to main content
Skip table of contents

4.8.0 CoreData Desktop & 2.3.0 Outlook Addin

Nýjar útgáfur CoreData desktop 4.8.0 og Outlook Plugin 2.3.0. eru komnar á uppsetningasíðuna okkar https://www.coredata.is/um-okkur/uppsetning . Við hvetjum alla viðskiptavini CoreData að uppfæra þessi forrit fyrir 30.júní 2021 þar sem um mikla öryggisuppfærslu er að ræða sem mun tryggja aukið öryggi gagnanna ykkar.

CoreData diskurinn og Outlook Plugin innihalda öryggisuppfærslur og stuðning við aukið öryggi, bæði við flutningslagið og innri kóðasöfn. Áríðandi er fyrir alla að uppfæra þessi forrit hjá sér þar sem við munum fljótlega herða öryggisreglur þ.a. CoreData kerfið mun eingöngu styðja TLS 1.2 og hærri útgáfur. Það mun þýða að eldri útgáfur af CoreData disknum og Outlook Plugin munu ekki virka eftir að búið er að herða á örygginu.

Smá andlitslyfting var gerð um leið og forritin voru uppfærð. Nú eigið þið að geta tengt þau við liti og merki CoreData.

 

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.