Skip to main content
Skip table of contents

Verkliðir

Hægt er að skrá verkliði á verkefni og flokka þá niður eftir þörfum. Til að skrá nýjan verklið eða flokk verkliða verður fyrst að opna verkefnið sem verkliðurinn / flokkurinn á að tilheyra. Smellt er á flipann Verkliðir og þar er hægt að velja milli þess að skrá nýjan verklið eða nýjan flokk verkliða. Skráning verkliða og flokka verkliða er gerð á sama hátt.

Hægt er að hafa sérstök verkliðasniðmát fyrir ákveðin svæði og einnig er hægt að búa til verkliði sem stofnast sjálfkrafa með verkefnasniðmátum, sjá nánar í Verkefni.

Skráning á nýjum verklið eða nýjum flokki verkliða

Smellið á örina hjá Stofna og síðan á Flokkur eða Verkliður. Þá kemur upp skráningarviðmót fyrir nýjan flokk/verklið:

  • Titill. Lágmarksupplýsingar til að geta vistað verklið.

  • Lýsing. Hægt er að skrá inn nánari lýsingu á verkliðnum.

  • Lokið fyrir. Veljið lokadagsetningu ef við á. Til að velja dagsetningu dagsins er smellt á Í dag eða valið er af dagatali sem kemur sjálfkrafa upp þegar valið er skrá dagsetningu. Verkliður birtist þá í Lokið fyrir virkni efst upp í hægra horninu í CoreData.

  • Ábyrgðaraðili. Til að velja ábyrgðaraðila er smellt á Skrá ábyrgðaraðila. Skrifið byrjun eða hluta af nafni og veljið af lista sem þá kemur upp. Hægt er að skrá fleiri en einn ábyrgðaraðila.
    Smellt á x til að eyða út völdum aðila.

  • Tengdur starfsmaður. Smelltu á Skrá tengdan starfsmann til að skrá einn eða fleiri starfsmenn sem tengjast verkliðnum. Smelltu á x til að eyða út völdum aðila.

  • Viðskiptavinur. Smellt er á Skrá viðskiptavin og síðan skrifaðir fyrstu stafir eða hluti af heiti. Ef viðskiptavinur hefur ekki verið skráður áður er hægt að skrá hann strax inn í kerfið, með því að ýta á Enter þegar byrjað er að skrá í svæðið, eða á græna plúsinn fyrir aftan. Í báðum tilvikum kemur upp gluggi til að skrá nýjan viðskiptavin (einstakling/fyrirtæki).

  • Skráið upplýsingar um nýjan viðskiptavin (einstakling/fyrirtæki) og smellið á Vista.

  • Efnisorð. Hægt er að skrá inn efnisorð. Skráðu inn efnisorð og ýttu á Enter eða kommu (,). Hægt er að skrá inn mörg efnisorð en athugið að eftir hvert orð sem skrifað er verður að ýta á Enter eða kommu.

  • Staða er valin úr lista og nánari skýring skráð ef við á í svæði merkt skýring.

  • Smelltu á Vista til að vista verkliðinn.

Til að sjá nánar eða breyta verklið eða flokk er smellt á nafn verkliðs eða flokks.  Ef flokkur/verkliður er valinn (hakað í boxið fyrir framan nafnið) er hægt að ljúka, færa eða eyða tilteknum flokk/verklið.

Flokkun verkliða

Þegar Nýr flokkur er skráður eru allir verkliðir undir honum tengdir flokknum. Hægt er að færa verkliði til með því að smella á krossinn (1) fyrir framan verkliðinn og draga hann ofar eða neðar í listann eða undir nýjan flokk. Ef sjálfur flokkurinn er færður fylgja með allir þeir verkliðir sem tilheyra honum.

Magnaðgerðir verkliða

Eins og í vinnslu skjala þá er hægt að vinna samtímis með marga verkliði og flokka. Hægt er að Loka, Færa, Breyta mörgum, Eyða, Breyta og Skrá á mig mörgum verkliðum/flokkum í einu. Það er gert með því að haka í reitinn framan við verkliðina eða flokkana og smella síðan á viðkomandi aðgerð (2).

Loka þá fá allir valdir verkliðir stöðuna Lokið.

Færa er valið þegar færa á verkliði yfir í annað verkefni. Gluggi opnast sem notandi getur flett upp verkefninu sem færa á verkliðina yfir á.

Breyta / Breyta mörgum (séraðlögun) býður upp á að breyta stöðu, lokadagsetningu og ábyrgðaraðila á öllum völdum verkliðum. Hakað er við það sem á að breyta og því næst er hægt að breyta því sem við á.

Eyða þýðir að öllum völdum verkliðum er eytt.

Skrá á mig býður notendum upp á að skrá sig sem ábyrgðaraðila á valda verkliði. Þegar smellt er á hnappinn kemur upp gluggi þar sem sjá má titil og núverandi ábyrgðaraðila (ef skráður). Ef annar notandi er skráður ábyrgðaraðili helst hann sem slíkur og nýi ábyrgðaraðilinn bætist við.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.