Skip to main content
Skip table of contents

Leit

Undir Leit er leitargluggi þar sem hægt er að leita samtímis í öllum þáttum, þ.e. verkefnum, viðskiptavinum, verkliðum og skjölum.

Hér er hægt að leita eftir heiti, auðkenni, skjalaflokki (númeri eða heiti), lýsingu og texta í skjali.

Hægt er að hafa áhrif á birtingu leitarniðurstaðna í Töflusýn (sjá hér fyrir neðan).

Í leit er hægt velja hvort listinn birtist sem tafla eða einfaldur listi. Smellið á viðkomandi myndtákn til að breyta viðmóti:

Hægt er að þrengja leitina með því að velja viðeigandi gildi í Afmörkun.

Ef notandi breytir röðun niðurstaðna man CoreData það á meðan notandi er skráður inn.

Einfaldur listi er sjálfgefin sýn í leitinni:

En hægt er að breyta yfir í lista (töflusýn) með hnapp sem sýnt er hér fyrir neðan:

Leitarskipanir sem hægt er að nota í CoreData

* stjarna. Kemur í stað eins eða fleiri stafa. Hægt að takmarka leit með því að nota stjörnu * í byrjun orðs, inn í orði og í enda orðs. T.d. leitin: *samning* gæfi niðurstöðu á húsaleigusamningur, samningar, þjónustusamningar, þjónustusamningur o.s.frv.

" "  gæsalappir. Ef setja á inn nákvæma leit að heiti þá er textinn skrifaður innan gæsalappa. 

? spurningarmerki. Kemur í stað staks stafs. T.d. við leit að tryggingarfélagi eða -félög er hægt að skrifa: tryggingarfél?g  ? kemur í stað staks stafs en * getur komið í stað margra í röð.

+ eða AND er notað til að leita að tveimur eða fleiri orðum. T.d. brunatrygging AND tryggingarfélag skilar öllu því sem hefur bæði þessi orð í sömu færslu, og eins brunatrygging + tryggingarfélag.

- og NOT er notað til að útiloka eitthvað frá leit til dæmis: brunatrygging NOT tryggingarfélag skilar öllu þar sem brunatrygging kemur fyrir en útilokar það sem inniheldur að auki tryggingarfélag, og eins ef skrifað er brunatrygging -tryggingarfélag.

Leitarniðurstöður raðast í tímaröð eftir dagsetningu skráningar og koma nýjustu færslur fyrst. Hægt er að hafa áhrif á birtingu leitarniðurstaðna í Töflusýn (sjá hér fyrir ofan).
Ef notandi breytir röðun niðurstaðna man CoreData það á meðan notandi er skráður inn.

Einfaldur listi er sjálfgefin sýn í leitinni:

Hægt er að breyta yfir í lista (töflusýn) með hnapp sem sýnt er hér fyrir neðan:

Myndtákn framan við færslu sýna tegund hennar:

Verkefni

Fyrirtæki

Viðskiptavinur (samskiptaaðili)

Verkliður

Tölvupóstur

Tölvupóstur með viðhengi

PDF skjal

MS Word skjal

MS Excel skjal

MS PowerPoint skjal

Aðrar skráartegundir

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.