Leit
Undir Leit er leitargluggi þar sem hægt er að leita samtímis í öllum þáttum, þ.e. verkefnum, viðskiptavinum, verkliðum og skjölum.
Hér er hægt að leita eftir heiti, auðkenni, skjalaflokki (númeri eða heiti), lýsingu og texta í skjali.
Hægt er að hafa áhrif á birtingu leitarniðurstaðna í Töflusýn (sjá hér fyrir neðan).
Í leit er hægt velja hvort listinn birtist sem tafla eða einfaldur listi. Smellið á viðkomandi myndtákn til að breyta viðmóti:
Hægt er að þrengja leitina með því að velja viðeigandi gildi í Afmörkun.
Ef notandi breytir röðun niðurstaðna man CoreData það á meðan notandi er skráður inn.
Einfaldur listi er sjálfgefin sýn í leitinni:
En hægt er að breyta yfir í lista (töflusýn) með hnapp sem sýnt er hér fyrir neðan:
Leitarskipanir sem hægt er að nota í CoreData
* stjarna. Kemur í stað eins eða fleiri stafa. Hægt að takmarka leit með því að nota stjörnu * í byrjun orðs, inn í orði og í enda orðs. T.d. leitin: *samning* gæfi niðurstöðu á húsaleigusamningur, samningar, þjónustusamningar, þjónustusamningur o.s.frv.
" " gæsalappir. Ef setja á inn nákvæma leit að heiti þá er textinn skrifaður innan gæsalappa.
? spurningarmerki. Kemur í stað staks stafs. T.d. við leit að tryggingarfélagi eða -félög er hægt að skrifa: tryggingarfél?g ? kemur í stað staks stafs en * getur komið í stað margra í röð.
+ eða AND er notað til að leita að tveimur eða fleiri orðum. T.d. brunatrygging AND tryggingarfélag skilar öllu því sem hefur bæði þessi orð í sömu færslu, og eins brunatrygging + tryggingarfélag.
- og NOT er notað til að útiloka eitthvað frá leit til dæmis: brunatrygging NOT tryggingarfélag skilar öllu þar sem brunatrygging kemur fyrir en útilokar það sem inniheldur að auki tryggingarfélag, og eins ef skrifað er brunatrygging -tryggingarfélag.
Leitarniðurstöður raðast í tímaröð eftir dagsetningu skráningar og koma nýjustu færslur fyrst. Hægt er að hafa áhrif á birtingu leitarniðurstaðna í Töflusýn (sjá hér fyrir ofan).
Ef notandi breytir röðun niðurstaðna man CoreData það á meðan notandi er skráður inn.
Einfaldur listi er sjálfgefin sýn í leitinni:
Hægt er að breyta yfir í lista (töflusýn) með hnapp sem sýnt er hér fyrir neðan:
Myndtákn framan við færslu sýna tegund hennar:
Verkefni | |
Fyrirtæki | |
Viðskiptavinur (samskiptaaðili) | |
Verkliður | |
Tölvupóstur | |
Tölvupóstur með viðhengi | |
PDF skjal | |
MS Word skjal | |
MS Excel skjal | |
MS PowerPoint skjal | |
Aðrar skráartegundir |