8. CoreData Desktop - Z:drif (CoreData sýndardrif)
8.1 Uppsetning á CoreData Desktop
Hægt er að setja upp forritið CoreData Desktop sem tengir sýndardrif (e. virtual disk) CoreData við tölvuna með því að fara á slóðina https://coredata.digital/is/setup og sækja forritið.
Notkun á CoreData Desktop einfaldar vinnslu og flutning á skjölum í CoreData.
8.2 Vinnsla skráa í gegnum sýndardrif
Þegar CoreData Desktop er tengt verður vinnsla með skrár einfaldari. Hafi viðkomandi notandi heimild til þess að breyta skrám þá birtist í CoreData vefviðmótinu hnappurinn Opna skrá þegar skrá er valin. Þegar smellt er á hann opnast viðkomandi skrá í því forriti sem við á. Allar breytingar sem vistaðar eru í forritinu vistast þá beint inn í CoreData. Notandi þarf því ekki að hala skránni niður til að vinna í henni né heldur hlaða henni aftur inn í CoreData eftir breytingar.

8.3 Flutningur skjala inn í CoreData
Hægt er að opna CoreData sýndardrifið eins og hvert annað drif á útstöðinni (tölvunni). Drifið fær oftast bókstafinn Z og er það í raun sýn á þau skjöl sem vistuð eru miðlægt á vefþjónum CoreData. Allt sem vistað er á Z-drifið er í raun vistað beint inn í CoreData en ekki á viðkomandi vél.
Hægt er að draga skjöl af öðrum drifum inn á CoreData drifið ( Z-drifið) eins og um hefðbundið drif væri að ræða. Einnig er hægt að vista skrár sem ekki eru í CoreData beint inn með því að smella á „Save As“ í viðkomandi forriti og velja þar viðeigandi möppu/verkefni á Z-drifi CoreData.Uppsetning CoreData Desktop
8.4 Stilling á CoreData Desktop
Þegar forritið hefur verið sett upp á tölvuna þá opnast CoreData Desktop skráningarglugginn og gamla CoreData merkið birtist neðst í hægra horninu. Ef það birtist ekki þá þarf að ræsa CoreData Desktop upp handvirkt. Það er gert með því að smella t.d. á Windows hnappinn á tölvunni og ræsa upp forritið CoreData Desktop.
Þegar CoreData Desktop hefur verið ræst er hægt að opna skráningarglugga með því að hægrismella á CoreData merkið sem er neðst í hægra horninu og velja Settings. Ef CoreData merkið er ekki sýnilegt í neðra hægra horninu, gæti verið að það sé að finna undir litlu pílunni í horninu.
Ef smellt er á Settings þá birtist eftirfarandi gluggi:

Í reitinn CoreData URL þarf að slá inn slóðina á CoreData: [fyrirtæki].coredata.is
Setja skal notandanafn og lykilorð í viðeigandi reiti (það sama og í CoreData vefviðmótinu) og smella á Save. Glugginn lokast ef upplýsingar eru rétt skráðar.
Mikilvægt er að passa að það sé hakað í Save credentials, þannig að tryggt sé að stillingarnar haldi sér við endurræsingu tölvunnar.
Athugið að sé lykilorði í vefviðmótinu breytt þarf einnig að breyta lykilorðinu fyrir netdrifið.
Næst er farið inn á My computer og þá sést drif sem oftast er með bókstafinn Z, nafn@[fyrirtæki].coredata.is (Z:). Það er ágætt að sannreyna að skráningin hafi gengið vel fyrir sig með því að smella á drifið og sjá hvort ekki sé unnt að opna möppur og skjöl.
8.5 Flutningur á skrám inn í CoreData
Í gegnum CoreData sýndardrifið er hægt að flytja margar skrár yfir í CoreData í einu, annað hvort á heimasvæði eða inn í ákveðið verkefni eða á skjalasvæði.
Að flutningi loknum er svo hægt að skrá nánari upplýsingar um hverja skrá.
Dæmi um flutning skjala af tölvu yfir í CoreData:
Veljið þær skrár sem á að færa yfir á tengda drifið:
a. Velja allar skrár í möppu: Haldið CTRL niðri og A
b. Velja skrár í röð: Smellið á efstu skrána, haldið Shift niðri og smellið á síðustu skrána sem á að velja.
c. Veljið eina og eina skrá: Haldið CTRL niðri og veljið þær skrár sem færa á.
Hægri smellið og veljið Copy (Einnig er hægt að draga skrár yfir í möppu á Z drifi)
Opnið það verkefni sem vista á skjöl í. Farið er í flipann Skrár og smellt á hnappinn Opna möppu.
Þá opnast nýr gluggi sem vísar inn á Skrár svæði verkefnisins gegnum Z drifið (sýndardrifið):Hér er hægt að hægri smella og velja Paste til þess að vista skjölin undir verkefnið.
Það getur tekið smá tíma fyrir skrárnar að birtast í vefviðmóti CoreData eftir flutning (sérstaklega ef um margar skrár er að ræða) á meðan CoreData er að sendir skrárnar frá tölvunni og inn á vefþjóninn.
Hægt er að skrá upplýsingar um þær (eina eða fleiri í einu) með því að haka við og smella á Breyta.