Afrita verkefni
Hægt er að afrita verkefni og búa þannig til nýtt verkefni með sömu/svipuðum lýsigögnum. Virknin tekur lýsigögn og verkliði úr verkefni og afritar þau yfir í nýtt verkefni en hægt er að breyta lýsigögnum í afritunarferlinu.
Afrita verkefni virknina er að finna í tannhjóli verkefna:
Verkefnið kemur með öllum sömu lýsigögnum, t.d.:
Sama titli en (afritað) er aftast í titli
Sömu stöðu og afritaða verkefnið
Sömu lýsingu og afritaða verkefnið
Sömu efnisorðum
Sömu ábyrgðaraðilum
Sömu tengdu aðilum
Sömu viðskiptavinum
Sömu tilvísunum og voru í afritaða verkefninu
Verkefnið stofnast einnig með tilvísun í verkefnið sem var afritað (sjá Vísun í verkefni á myndinni hér fyrir neðan).
Hægt er að þurrka út öll lýsigögn og/eða lagfæra áður en smellt er á Vista
Ef titli er ekki breytt í afritunarferlinu þá kemur (afritað) aftast í titil á undan málsnúmeri / verkefnanúmeri.
ATHUGIÐ að ef verkliðir eru skráðir á verkefnið þá afritast þeir einnig með í nýja verkefnið en engin skjöl fylgja með í afrituninni. Mögulega þarf að endurglæða síðuna til að fá verkliði inn í nýja verkefnið.