Samningar
Kveikja þar sérstaklega á þessari virkni fyrir hvern og einn viðskiptavin.
Þegar kveikt hefur verið þá birtist Samningar í vinstri valstiku:
Samningasýnin dregur saman öll skjöl í CoreData sem skráð eru á skjalategundinni Samningur. Aðgangsheimildir haldast, þ.e. ef notandi hefur ekki aðgang að verkefninu sem samningurinn er í þá sér hann ekki samninginn í samningasýninni.
Þegar skjalategundin Samningur er valin birtast fleiri skráningarmöguleikar en á öðrum skjalategundum.
Ef einhvern skráningarmöguleika vantar í skjalategundina þá endilega sendið okkur línu, coredata@wise.is
Hægt er að hafa góða yfirsýn yfir samninga, gildistíma þeirra, skrá umsjónarmann, undirtegundir og fleira.
Einnig er hægt að skrá endurskoðunardagsetningu og fylgjast þannig með hvenær komið er að endurskoðun samninga.
ATHUGIÐ að þetta er ekki svæði þar sem samningar eru vistaðir, þeir eru vistaðir í viðeigandi verkefnum í CoreData. Þessi sýn safnar þeim einungis saman til að auðvelda yfirsýn yfir samninga.