Uppsetning
Það fylgir ekki sérstakur uppsetningarálfur fyrir Verktakmiða Wise.
Áður en farið er í uppsetningu er gott að skipta um hlutverk. Ýtið á hjólið hægra megin á skjánum og veljið Mínar stillingar.
Það er hægt að skipta um hlutverk með því að ýta á punktana þrjá og velja hlutverkið Verktakamiðar Wise úr listanum.
Á heimasíðu finnur þú undir Stjórnun > Rafræn skil vertakamiða – Uppsetning. Velur það.
Þá kemur þessi spurning upp og valið er Já.
Næst opnast glugginn Rafræn skil vektakamiðar - Uppsetning. Hér þarf að skrá inn veflykill fyrirtækis hjá Skattinum.
Veflykilinn er hægt að sækja á þjónustusíðu RSK. www.skattur.is.
Upplýsingar um veflykla og notkun þeirra er að finna á slóðinni https://www.skatturinn.is/atvinnurekstur/rafraen-skil/veflyklar-og-rafraen-skilriki/.
Til hamingju, grunnuppsetningunni er nú lokið og þú getur byrjað að nýta þér möguleika kerfisins.