Skip to main content
Skip table of contents

Vinnuferlið

Yfirlit

Áður en verktakmiðar eru stofnaðir þarf að vera búið að setja upp stillingar hjá lánardrottni. Það er hægt að gera á tvo vegu.
Á lánardrottnaspjaldi er hægt að velja Verktakamerkingu, sem merkir alla reikninga og kreditreikninga sem koma inn í kerfið frá þeim lánardrottni. Ef búið er að bóka reikninga á viðkomandi lánardrottinn áður en merkingin er sett á, þá er hægt að skoða færslurnar og merkja þá reikninga sem eiga að fara á verktakamiðann.Hér er hægt að setja hak í þær lánardrottnafærslur sem eiga að koma fram á verktakamiða.

Þá getum við ráðið hvaða reikningar eru teknir með.


Stofnun verktakamiða

Það er hægt að setja á sig hlutverk fyrir Verktakamiða Wise.
Það er gert með því að fara í tannhjólið og velja Mínar stillingar (ALT+T).


Breyta hlutverki í Verktakamiðar Wise.Þá opnast nýr gluggi og hér er valið Verktakamiðar.


Velja Nýtt og Stofna.


Þá birtist þessi valmynd.


Ef útbúa á verktakamiða út frá merkingum á lánardrottnafærslum þá þarf að haka við Nota uppl. úr ldr.færslum. Annars stofnast verktakamiðar fyrir þá lánardrottna sem eru með hakað við reitinn Verktaki. Þá eru teknar með allar lánardrottnahreyfingar sem eru með Tegund fylgiskjals sem Reikningur, Kreditreikningur eða autt.
Með því að keyra þessa aðgerð myndast verktakamiðar.


Þegar verktakamiðar hafa verið myndaðir þarf að Staðfesta allar og Senda til RSK ef miðarnir stemma við bókhaldið.

Aðgerðin Verktakamiðafærslur er til að skoða færslurnar og Lánardrottinn er leið inn á lánardrottnaspjaldið.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.