Handbók fyrir Kröfuvöktun Wise
Kröfuvöktun Wise er öflug viðbót við Business Central sem hjálpar fyrirtækjum að finna duldar kröfur, rekja vanskilakröfur og stjórna innheimtuferlum á skipulegan hátt. Víða leynast ógreiddar kröfur, t.d. kröfur sem dagar hafa uppi í boðgreiðslum. Einnig finnast viðskiptamannafærslur sem á eftir að jafna. Með kröfuvöktun Wise er fyrirtækjum gert kleift að skoða allar vanskilakröfur sínar, koma þeim í ferli og meðhöndla.
Þessi handbók fyrir Kröfuvöktun Wise fylgir útgáfu BC25 eða nýrri.
Wise notar leyfisskrá fyrir sín kerfi. Allir notendur sem nota kerfið þurfa líka að hafa heimildasamstæðuna WISELCS BASIC á sér.
Þjónustuborð Wise er opið frá 9-17 alla virka daga og er símanúmerið 545 3232.
Einnig má senda beiðni um aðstoð á netfangið hjalp@wise.isGott er að tileinka sér ýmsa flýtilykla sem eru í boði en hér er hlekkur á flýtilyklasíðu Microsoft.
Almennt um Wise
Wise er stærsti og einn öflugasti söluaðili á Microsoft Dynamics 365 Business Central bókhalds- og viðskiptahugbúnaði á Íslandi og hefur sérhæft sig í lausnum á sviði fjármála, verslunar, sérfræðiþjónustu, sveitarfélaga, sjávarútvegs og flutninga.
Wise býður mikið úrval hugbúnaðarlausna sem byggir á þeirri hugmyndafræði að gera fyrirtækjum kleift að taka góðar og vel ígrundaðar viðskiptaákvarðanir, byggðar á öruggum upplýsingum úr viðskipta- og birgðakerfum fyrirtækisins.
Á flóknum úrlausnarefnum er gjarnan hægt að finna einfalda lausn. Það er okkar markmið.
Flýtileiðir og aðstoð
Þjónustuborð Wise er opið frá 9-17 alla virka daga og er símanúmerið 545 3232.
Einnig má senda beiðni um aðstoð á netfangið hjalp@wise.is
Gott er að tileinka sér ýmsa flýtilykla sem eru í boði en hér er hlekkur á flýtilyklasíðu Microsoft.