Uppsetning - innkaup
Uppsetning lánardrottins v/EDI
Setja þarf inn upplýsingar fyrir þá lánardrottna sem að fyrirtækið er í EDI samskiptum við, þ.e. er að senda pantanir og fá reikninga.
Ef farið er í Lánardrottna í innkaupum og valinn flipinn EDI, er hægt að setja inn viðeigandi upplýsingar fyrir lánardrottinn.
Upplýsingarnar sem setja þarf inn fást frá tölvudeild viðkomandi lánardrottins.
Hér áður fyrr voru ábyrgðastöðvar mikið notaðar en nú eru það pöntunaraðsetur sem hafa tekið yfir.
Upplýsingar um EAN kennitölu eru skráðar undir pöntunaraðsetur, ef verslun hefur mismunandi afgreiðslustöðvar. Pöntunaraðsetur er að finna undir lánardrottnaspjaldinu.
Uppsetning vöru og mælieininga
Upplýsingar um vörunúmer er tvíþætt. Kerfið reynir að skila bæði upplýsingum um vörunúmer birgja sem og EAN númer vöru sé það fyrir hendi.
Vörunúmer birgja er leitað á þrennan hátt:
Fyrst er leitað hvort vörunúmer sé að finna fyrir viðkomandi birgja í töflunni Vörutilvísanir (Item Reference).
Ef vörunúmer finnst ekki þar þá er skoðað hvort viðkomandi vara og þýðing fyrir hana finnist í töflunni Lánardr. birgða (Item Vendor)
Ef vörunúmer finnst ekki þar þá er skoðað hvort viðkomandi vara og þýðing fyrir hana finnist í þýðingartöflu EDI kerfisins.
Ef vörunúmer hefur ekki enn fundist er skoðað hvort viðkomandi vara sé útfyllt með upplýsingar um vörunúmer birgja og nr. lánardrottins á vöruspjaldinu og hvort það sé sami birgi og verið er að panta af.
Eins og áður er alltaf leitast við að skila af sér upplýsingum um EAN númer og er það einnig gert fyrir vörunúmer. Leitað er að EAN númeri vöru í millivísunum vöru.
Þegar innkaupareikningur er lesinn inn, þá er vörutafla (Item) skoðuð í lokin ef ekkert að ofan skilaði árangri.
Mælieiningar EDI staðalsins eru þrjár: PCE, KGK og NMP og er leitast við að nota þessar mælieiningar í samskiptum í EDI. Það eru þó ekki gerð krafa að vara sé endilega uppsett með þessum mælieiningum en til þess að skila þessu rétt í EDI skeytið þá er notast við þýðingartöflu EDI kerfisins. Byrjað er að leita að þýðingu með sem þrengstu skilgreiningunni (lánardrottinn, vörunúmer, mælieining) en hún síðan útvíkkuð þannig að í lokin sé bara leitað að þýðingu mælieiningar án afmarkana um lánardrottinn eða vörunúmer.
Vörpun fjárhagslykils og umbreyting eininga
Við innlestur EDI skeytis, innkaupareiknings, þá leitar kerfið líkt og áður að vöru. Ef hún finnur ekki vöru þá athugar kerfið hvort þessi „vara“ finnist í vörpun fyrir fjárhagslykli. Ef vörpun fyrir fjárhagslykli finnst, þá myndast lína að tegundinni „Innri tegund“ = Fjárhagsreikningur í stað Vara og myndast sem slík lína í innkaupapöntun.
Þegar verið er að senda innkaupa pöntun frá sér þá skoðar kerfið hvort það sé til vörpun fyrir viðkomandi einingu (afmarkast á líkan hátt og þýðingartaflan) og umbreytir magni og einingu samkvæmt því. Síðan þýðir kerfið þessa nýju einingu eins og hefur verið gert í þýðingatöflunni. Þannig verður t.d. Kassi í innkaupalínu að Stykkjum fyrir viðskiptavin og umbreytist þá magn og verð samkvæmt því og verður síðan þýtt í PCE í stað stykkja.
Uppsetning stofngagna
Áður en hægt er að nota kerfið þá þarf að stilla af hvaða EDI þýðanda verið er að nota, skrá upplýsingar um hvar EDI skeyti eru vistuð, upplýsingar um EAN kennitölu viðkomandi fyrirtækis svo eitthvað sé nefnd.,
Undir Almenna hlutanum er að finna nokkrar stillingar:
Reitur | Skýring |
---|---|
EAN kennitala | EAN kennitala fyrirtækisins sem er notuð þegar skeyti er sent frá því sem og notað til að afmarka hvaða skeyti eigi að lesa þegar vefþjónustu tenging er notuð. |
Staðall | Smá munur er á milli þýðanda hvernig skeyti skulu líta út. Helsti munur er að finna í haus skeyta en einnig er að finna smá mun í innihaldi þeirra. |
Uppsetning fyrir skráarvinnslu | Kerfið býður uppá mismunandi leiðir við meðhöndlun skráa. Ef grunnur er hjá viðskiptavin (OnPrem) þá er best að nota Beint í möppu en ef kerfið er í skýinu (SaaS) þá er hægt að nota Staka sem er vefþjónustutenging við hýstan EDI þýðanda. |
Stafasett | Fer eftir stillingu EDI þýðanda en hægt er að velja á milli fjögurra mismunandi stafasetta. |
Mörg fyrirtæki í grunni | Stýrir hvort það eigi að flokka skeyti eftir kennitölu/EAN kennitölu. |
Skrá í EDI dagbók | Hægt er að logga öll EDI samskipti, svo sem send og innlesin skeyti og stöðu þeirra. |
Fjárhagslykill afrúnings | Kerfið tryggir að innlesin skeyti stemmi milli haus og lína og er þá notuð afrúningslykill sem sá munur bókast inná. Velja skal lykil sem heimilar að bókað sé beint og hann sé án VSK. |
Stillingar undir EDIPant innkaup eru einnig nokkrar:
Reitur | Skýring |
---|---|
Nr. röð EDI pöntunar | Sér um að gefa skrám nafn þegar verið er að mynda EDI skeyti. |
Nr. röð reikninga inn | |
Senda athugasemdir með EDI | Stýrir hvort skrifa eigi athugasemdir þegar reikningur er skrifaður út eða lesa athugasemd þegar pöntun er lesin inn. |
Senda forða með EDI | Stýrir hvort eigi að senda forða og vörur þegar sölureikningur er myndaður, annars eru bara sendar vörur. |
Skrifa FTX lið í pöntun | Stýrir því hvort eigi að skrifa FTX lið í pöntun eða ekki. FTX liður inniheldur upplýsingar um sendist til nafn, sendist til aðsetur og tengiliður. |
Leita að ábyrgðastöð | Leitar að ábyrgðarstöð út frá kaupanda (BY upplýsingum). |
Meðhöndla innkaupareikninga sem pöntun. | Stýrir hvort kerfið meöhöndli innkaupareikninga eins og pantanir. Innkaupareikningar. Kerfið uppfærir eða stofnar þá innkaupapöntun í stað innkaupareikninga. |
Skjalasafna Pöntun | Stýrir hvort kerfið geymi pöntun (archive samkvæmt staðli) þegar EDI pöntun eða reikningur er lesinn inn og tengd pöntun finnst í kerfinu. |
Umreiknun mælieininga | Stýrir hvort notandi vilji að mælieining umreiknist eða ekki. Ef notandi vill umreikna mælieiningu þá er hægt að láta kerfið umreikna alltaf í grunnmæl- sölu- eða innkaupamælieiningu óháð hver þýðingartaflan segir til um. |