Uppsetning - sala
Uppsetning vöru
Þar sem vörunúmer og mælieiningar geta verið misjafnar á milli fyrirtækja þá bíður kerfið uppá þýðingatöflu til að meðhöndla þennan mismun. Noti fyrirtæki afturámóti EAN númer (strikamerki) fyrir vöru þá eru þau notuð frekar en upplýsingar um vörunúmer vöru þegar innlestur á sér stað. Strikamerki eru skráð á vöru undir aðgerðarflipanum Færsluleit á birgðaspjaldinu undir aðgerðinni Millivísanir. Þar getur notandi valið tegund millitilsvísunar og skal hann velja tegundina Strikamerki og fylla síðan út í reitinn Millitilvísunarnr. sem og reitinn Mælieining.
Við innlestur á EDI pöntun skoðar kerfið hvort viðkomandi strikamerki finnist ef það er í skránni annars notar kerfið vörunúmer og skoðar hvort það hafi verið skráð í þýðingartöflu áður en hún fer að leita í millivísunum en í lokin skoðar kerfið hvort það finni viðkomandi vörunúmer í vöruskránni.
Uppsetning viðskiptamanns v/EDI
Setja þarf inn upplýsingar fyrir þá viðskiptamenn sem að fyrirtækið er í EDI samskiptum við, þ.e. er að fá pantanir frá og sendir reikninga til.
Ef farið er í viðskiptamannaspjaldið og EDI grúppan opnuð, er hægt að setja inn viðeigandi upplýsingar fyrir viðskiptamanninn.
Upplýsingarnar sem setja þarf inn fást frá tölvudeild viðkomandi viðskiptamanns, svo sem EAN kennitala og upplýsingar um EDI aðsetur (address) sem notað er til að stofna aðgang í EDI þýðandann.
EAN kennitala | Kennitala sem notuð er í rafrænum samskiptum milli aðila. |
X400 addressa | EDI aðsetur (address) sem þýðandi notar og hefur verið stofnað í EDI þýðandanum (Notað af forriti sem sendir skeytin). |
Einnig er hægt að skrá þessar upplýsingar ef farið er í hnappinn Viðskiptamaður, valið Sendist-til – Aðsetur og undir flipanum Samskipti. Þegar viðskiptamaður er með fleiri en eina starfstöð þá getur notandi annað hvort stofnað mismunandi viðskiptamenn eða þá stofnað mismunandi starfstöðvar / aðsetur. Til að stofnað aðsetur þá opnar notandi viðskiptamann og velur það Sendist-til-Aðsetur.
Ef notandi breytir ákveðnu aðsetri þá opnast gluggi þar sem hægt er að skrá EDI upplýsingar fyrir þessa ákveðnu starfstöð/aðsetur.
Uppsetning stofngagna
Líkt og fyrir uppsetningu innkaupa þá þarf að gera sambærilega uppsetningu fyrir söluna. Almenni flypinn inniheldur upplýsingar sem gilda fyrir bæði sölu og innkaup og fyllist út eins. Hér að neðan er farið yfir reiti fyrir sölu eingöngu þar sem upplýsingar um almenna hlutan var gerð skil í innkaupahlutanum.,
Stillingar undir EDIPant sala eru einnig nokkrar:
Reitur | Skýring |
---|---|
Pöntun inn | Skráarslóði innsendra sölupantana. Á við ef ekki er verið að nota þýðanda er býður uppá vefþjónustu. |
Pöntun frumrit inn | Skráarslóði afrita fyrir innlesnar sölupantanir. |
Nr. röð EDI pöntunarskráar inn | Númeraröð fyrir skáarheiti EDI pöntunar á innleið. |
Nr. röð EDI Reiknings út | Númeraröð fyrir skáarheiti EDI reiknings á útleið. |
Prenta pöntunartilkynningu | Prentar upplýsingar um hvaða pantanir voru stofnaðar við innlestur. |
Staðfesta EDI Pöntun við bókun | Ef hakað er í þennan reit þá spyr kerfið alltaf hvort senda eigi EDI þegar pöntun er bókuð. Ef ekki er hakað þá sendist EDI sjálfkrafa að uppfylltum skilyrðum. |
Afrúna sölumagn pantana | Afrúnar pöntunarmagn í næstu heilu sölueiningu. Einingin sem stofnast í pöntunarlínu ákvarðast af þeirri einingu sem ákveðið er í þýðingartöflu (sölueining, grunnmælieining, innkaupaeining). |
Senda ósenda bókaða reikninga | Ef hakað er í þennan reit þá athugar kerfið hvort það sé nokkur ósendur bókaður sölureikningur sem uppfyllir EDI skilyrði (EAN kennitala og X400 upplýsingar) hvert sinn sem notandi sækir EDI pantanir. |
Sleppa þyngdar mælieiningu í sölureikningi. | Tilgreinir hvort sleppa eigi upplýsingum um þyngdareiningu og þyngd í EDI sölureiknings skjali, |