Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetningaraðstoð

Hér á eftir fara upplýsingar um hvernig RSM pantanir Wise er sett upp í Business Central.  Ítarlegri upplýsingar um uppsetningu einstakra kerfishluta er að finna í handbók kerfisins. 

Til að byrja með þarf RSM kerfið að vera sett upp.  Skoða má handbók fyrir Rafræna sendingu og móttöku til að sjá hvernig það er sett upp. Þegar búið er að setja upp RSM kerfið er hægt að nota álfinn fyrir RSM pantanir. Farið er í tannhjólið og valið Uppsetning með hjálp.

Um hvern lið er fjallað ítarlega í köflunum hér á eftir. Ekki er mikið af stillingaratriðum sem þarf að gera til þess að setja upp pantanir en hér koma útskýringar fyrir alla reiti sem finnast í álfinum.


Hnappayfirlit

Hnappur

Skýring

Útgefnar innkaupapantanir fara

Við það að gefa út innkaupapöntun fer hún í RSM ósend skjöl. Lánardrottinn verður að vera skilgreindur undir RSM lánardrottna svo að pöntunin fari.

Birta nafn viðskiptavinar frá pöntun

Við það að haka í þennan reit birtist nafn viðskiptavinar undir lista RSM ósend skjöl og Send skjöl. Þetta á bara við um ef að Sendist til aðsetur er skráð sem ákveðinn viðskiptamaður í innkaupapöntun.

Uppfæra innkaupapantanir sjálfkrafa

Þetta á við móttekna reikninga. Ef innkaupapöntun sem stemmir við reikning finnst þá er hún sjálfkrafa uppfærð með upplýsingum úr reikningi og reikningur færður í frágengin skjöl. Annars stoppar reikningurinn fyrst í RSM móttekin og síðan þarf að senda hann handvirkt yfir í pöntun.

Þegar uppsetning er klár er gott að fara í RSM grunn og renna yfir stillingarnar þar.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.