Aðgerðasaga
Hægt er að rekja aðgerðirnar sem eru framkvæmdar í álagningunni. Virkar það þannig að kerfið spyr þig eftir hvert skref hvort að viðkomandi aðgerð hafi verið framkvæmd eða ekki. Þegar svarað er Já þá er það skráð í kerfinu fyrir það tímabil.
Með því að smella á töluna í Tímabilsaðgerð opnast færslulistinn.
Í þessum lista er hægt að sjá allar aðgerðir sem framkvæmdar voru, hvenær og af hverjum. Þetta er ekki gert til þess að hafa eftirlit með fólki heldur sem tól fyrir ykkur að fylgjast með og tryggja að ekkert skref gleymist í ferlinu.