Bóka handvirka leiðréttingu
Í undantekningartilfellum kemur fyrir að kerfið ráði ekki við að gera breytingar sem lesnar eru inn án þess að gripið sé inní. Þegar slík tilvik koma upp birtist það í dálknum Villulisti á Álagningartímabils síðunni.
Hægt er að velja tímabilið með villu og smella á Bóka handvirka leiðréttingu hnappinn eða smella á töluna þá birtast færslurnar sem eru merktar á villu.
Næsta skref er að fara inní fasteignaspjaldið fyrir hverja af þessum eignum og lagfæra villuna. Besta leiðin til þess er að velja eina af línunum sem tilheyra eigninni og smella á Fasteign hnappinn á spjaldinu.
Til að fá betri yfirsýn yfir eigendabreytingarnar er mælt með því að slá inn núverandi ár í reitinn Ár til að afmarka þær færslur sem birtast. Því næst er réttast að smella á Bóka handvirka leiðréttingu.
Hér er smellt á Búa til tillögu og setur kerfið þá upp færslurnar eins og það telur að þær eigi að vera
Línurnar sem eru vinstra megin eru upphaflegu færslurnar, línurnar sem koma hægra megin eru nýju færslurnar. Hér getið þið gert lagfæringar áður en færslurnar eru staðfestar. T.d. að einn aðili sé gerður að greiðanda í staðin fyrir að dreifa á alla eigendur. Hægt er að dreifa á fleiri eða færri gjaldaga eftir því hvað hentar. Þegar færslurnar eru orðnar réttar þá er smellt á hnappinn Staðfesta.
Þegar búið er að framkvæma þetta fyrir allar færslurnar þá er hægt að halda áfram með álagningarferlið og gjaldfella á viðskiptamenn.