Skip to main content
Skip table of contents

Erindi fasteignagjalda

Erindi fasteignagjalda er virkni í kerfinu sem við viljum benda notendum sérstaklega á. Það er hægt að setja upp algeng svör við erindum fasteignaeigenda og nota kerfið til að útbúa staðlað svar við erindinu.

Síðan er opnuð með því að smella á Erindi fasteignagjalda hnappinn í Fasteignastjórahlutverkinu (Eða Deildir > Fasteignastjóri).

Ef kerfið er notað í fyrsta skipti þarf að setja upp tegundir erindis fyrst. Er þá kafað niður í reitinn Tegund erindis og smellt á Nýtt.

Er þar sett inn heiti fyrir erindið, lýsingu og reikniaðferð ásamt texta.

Þegar búið er að stofna tegundir erindis er smellt á Nýtt hnappinn í Erindi fasteigna glugganum til að búa til nýtt erindi.

Í erindið er skráð ár og fastanúmer og tegund erindis. Restin fyllist út sjálfkrafa. Á spjaldinu er hægt að sjá erindið, velja hvort því er hafnað eða samþykkt og útreikning á breytingu á gjöldunum. Hægt er að skrá málsnúmer úr málakerfi sveitarfélagsins og margt fleira.

Í flipanum Skýrsla er svo hægt að prenta út erindið ásamt gjöldum fyrir og eftir breytingu.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.