Sendingar
Næstu skref í ferlinu eru í öðrum kerfum og því verður aðeins stikklað á stóru hvað þau varðar.
Stofna kröfukeyrslu
Næsta skref er að stofna kröfukeyrslu
Valið er Krafa pr. tímabil
Slegin er inn lýsing, valinn réttur innheimtuaðili og í val á gjalddaga er valið Nota innsleginn gjalddaga. Valinn gjalddagi og eindagi og hak sett í Uppfæra gjalddaga.
Tegundir viðskiptafærslna þarf að vera Allar færslur. Síðan er farið í Viðskiptam. Færsla og þar slegin inn bókunardagsetning á færslunum sem á að senda í bankann.
Kröfukeyrslan ætti að stofnast og opnast og hægt er að senda hana í bankann beint af spjaldinu. Þegar spjaldinu er spurt hvort kröfukeyrsla hafi verið stofnuð og er þar svarað Já.
Stofna boðgreiðslubunka
Þetta skref á aðeins við um þau sveitarfélög sem bjóða uppá boðgreiðslur.
Smellt er á Stofna boðgreiðslubunka og í glugganum sem opnast er valinn réttur innheimtuaðili og fasteignagjaldakröfukeyrslan.
Boðgreiðsluspjaldið ætti að opnast og hægt að senda bunkann beint af spjaldinu. Þegar spjaldinu er lokað ætti að koma spurning hvort bunki hafi verið stofnaður og veljum við þar .
Senda rafræna reikninga
Þetta skref þarf aðeins að gera ef einhverjir viðskiptamenn eru stilltir þannig að þeir fái rafræna reikninga. Ef enginn er stilltur þannig þá er hægt að sleppa þessu skrefi.
Þegar smellt er á hnappinn opnast gluggi fyrir ósenda RSM reikninga. Í honum eru allir ósendir RSM reikningar, ekki bara fasteignagjöld. Valdir eru réttir reikningar og smellt á Senda valda reikninga.
Þegar spjaldinu er lokað ætti að koma spurning hvort rafrænir reikningar hafi verið sendir og veljum við þar Já.