Skip to main content
Skip table of contents

Tölfræði og afstemmingar

Til að fá yfirlit yfir fasteignagjöldin hvert ár er farið í Álagningartímabilið í gegnum Fasteignastjóra hlutverkið (eða Deildir > Fasteignastjóri).

Opna myndina fyrir Álagningarár.

Fyrir hvert ár er samantekt með upplýsingum um heildar álagningu ársins. Neðst í þeim lista er smá afstemming sem hægt er að nota til að stemma af fasteignagjöld ársins.

Ef allir gjalddagar ársins eru liðnir, þá ætti Álagning og Gjaldfallið að vera sama talan. Ógjaldfallið og Staða á millireikningi ætti þá að vera 0. Á meðan gjalddagarnir eru ekki liðnir, þá ætti summan af Gjaldfallið og Ógjaldfallið að vera jöfn Álagningu. Staða á millireikningi og Ógjaldfallið ætti að vera sama talan.

Reglan er að í lok árs á staðan á millireikningnum að vera núll. Ef staðan á millireikningi er ekki rétt, þá er líklegast að eitthvað annað en færslur Fasteignastjórans hafi verið færðar á þann lykil. Starfsmenn Wise geta aðstoðað við frekari afstemmingu á mismunum sem kunna að koma upp.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.