Uppsetning
Setja upp ár og stofna tímabil
Þegar byrjað er á nýju ári þarf fyrst að stofna nýtt ár og tímabil fyrir það ár. Það er gert með því að fara í Deildir > Fasteignastjóri > Álagningartímabil eða í gegnum Fasteignastjóra hnappinn í valmyndinni.
Þá opnast hlutverk Fasteignastjóra og þar er smellt á hnappinn Álagningartímabil
Fyrsta skrefið er að stofna árið sem vinna á í (þessar leiðbeiningar nota árið 2018). Smellt er á hnappinn Álagningarár og opnast gluggi.
Bæti við línu með því að smella á nýtt hnappinn eða setja línu neðst í listann. Slæ inn árið, hver lágmarksfjárhæð gjalddaga á að vera, fjölda gjalddaga á árinu, fyrsta gjalddaga og tíma milli gjalddaga.
Að lokum er hak sem stýrir því hvort að upphafsálagningu er dreift á 12 mánuði eða ekki. Við setjum það hak á.
Loks er smellt á hnappinn Stofna tímabil ársins.
Veljið svo Já þegar spurt er hvort þið viljið örugglega stofna tímabil.
Millifærð gjöld
Kerfið býður uppá að gjöld bæjarins séu millifærð beint í rekstri. Áður en álagning hefst þarf að ganga úr skugga um að þær kennitölur sem á að millifæra beint fyrir séu uppsettar í kerfinu.
Það er gert með því að fara í Deildir > Fasteignastjóri > Kennitölur millifærslu eða hnappinn Kennitölur eigin eigna í Fasteignastjóra hlutverkinu.
Opnast þá gluggi þar sem slegnar eru inn kennitölurnar sem á að millifæra á.
Þegar búið er að slá inn kennitölurnar þarf að merkja allar eignir sem tilheyra þeirri kennitölu til millifærslu. Það er gert með keyrslunni Merkja millifærslueignir.
Er hún bæði aðgengileg frá Fasteignastjóra hlutverkinu og Fasteignastjóra valmyndinni (Deildir > Fasteignastjóri). Þessa keyrslu þarf að keyra í upphafi árs og í hvert skipti sem eignir bætast við eða detta út hjá þessum kennitölum.
RSM viðskiptamenn
Þetta skref er aðeins nauðsynlegt fyrir þá sem eru með RSM kerfið uppsett og vilja senda fasteignagjalda reikninga rafrænt. Þarf að tilgreina sérstaklega hvaða viðskiptamenn það eru sem eiga að fara í það ferli.
Það er gert með því að fara í Deildir > Fasteignastjóri > Viðskiptamenn með rafrænan reikning eða hnappinn Viðskiptamenn með sölureikning í Fasteignastjóra hlutverkinu.
Opnast þá gluggi þar sem slegin er inn kennitala viðskiptamannsins sem á að fara í þetta ferli.
Auk þess er mikilvægt að þessi viðskiptamaður sé til sem RSM Viðskiptamaður. Farið er á viðskiptamanna spjaldið hjá viðkomandi og smellt á RSM hnappinn. Ef viðkomandi var ekki til, þá stofnast fyrir hann lína með sjálfgefnum stillingum (sjálfgefnu stillingarnar eru stilltar í uppsetningu RSM kerfisins).
Veljið þar árið sem þið eruð að vinna með og þá eiga að birtast tímabilin.