Skip to main content
Skip table of contents

Uppgjör

Byrjað að fara í Uppgjörskerfið (Deildir >Fjármálastjórnun >Uppgjörskerfi >Uppgjör).

Smella á Nýtt til að stofna nýtt uppgjör. Uppgjör fyrir endurskoðendur er hægt að nýta aftur og aftur með því að breyta dagsetningunni.

Fylla inní svipað og hér fyrir neðan og smella svo á Stofna uppgjörsfærslur.

 

Glugginn sem opnast er svona og þarf að fylla svona út fyrir endurskoðendur

  • Upphafsstöður - Ef það hafa ekki orðið breytingar á uppgjöri fyrra árs, þá er hægt að sleppa þessu haki. Það flýtir fyrir keyrslunni. Þannig er t.d. hægt að uppfæra upphafsstöður í fyrstu keyrslu, en ef það þarf að uppfæra aftur útaf leiðréttingum er það hægt hér

  • Fjárhagsreikninga - Fyrir endurskoðendur er nóg að haka í Fjárhagsreikninga hérna.

  • Villuleita deilda-og lyklaupps - Má sleppa, en tryggir að engum deildum eða lyklum sé sleppt.

Dæmi um villu tengt lið 3.

Þá þarf að fara í uppgjörsvídd (Deildir > Fjármálastjórnun > Uppgjörskerfi > Uppsetning > Uppgjörsvídd) Finna viðeigandi lið og bæta þessum deildum við. Hér er þeim bætt við á Aðrar B-hluta stofnanir.

Fara svo aftur í Stofna uppgjörsfærslur og þá ætti keyrslan að klárast. Tími keyrslunnar fer eftir stærð sveitarfélagsins. Þegar keyrslan klára ætti að sjást staða fyrir uppgjörið. Staða til dags og Hreyfing ársins á að vera 0 eða því sem næst. Áætlunartölurnar eru summan á bæði rekstrar og efnahagsáætlunum, þannig þær stemma ekkert endilega við áætlaða rekstrarniðurstöðu.

Næsta skref er að opna færslur (Færsluleit > Færslur).

Og þar í Færslur (Endurskoðendur) (Færsluleit > Færslur endurskoðendur).

Þetta er svo tekið út í excel og sent á endurskoðendur.

Hægt að taka út í excel með Ctrl+E eða með því að smella á bláa þríhyrninginn, þar í Prenta og senda og í Excel.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.