Skip to main content
Skip table of contents

Tilgangur og hlutverk Godo hóteltengils Wise

Godo hóteltengill Wise gerir notendum kleift að lesa gögn til og frá hótelkerfi Godo og gefur hótelkerfinu möguleika á að nýta sér meðal annars staðlaða reikningagerð og reikningavinnslu í Business Central í gegnum API vefþjónustur.

Hann hefur það hlutverk að taka á móti bókunum og greiðslum frá Godo og bóka út frá þeim sölureikninga, greiðslur og kreditreikninga í Business Central (BC). Kerfið skilar upplýsingum um bókaðan sölureikning vegna bókunar yfir í Godo og hægt er að prenta út sölureikning í Godo sem bókaður hefur verið í BC.

Kerfið býður upp á að viðskiptamenn og lánardrottnar sé lesnir á milli BC og Godo og einnig er hægt að sækja gengi gjaldmiðla frá BC.

Þegar bókun er send yfir í BC stofnast nýr viðskiptamaður í BC ef hann er ekki til þar fyrir.

Upplýsingar

Godo → BC

BC → Godo

Viðskiptamenn

Upplýsingar um viðskiptamann eru sendar frá Godo með bókun. Ef viðskiptamaður er ekki til í BC er hann stofnaður í BC

Hægt er að sækja upplýsingar um viðskiptamann frá BC í Godo

Lánardrottnar

Upplýsingar um lánardrottinn eru sendar frá Godo með bókun. Ef lánardrottinn er ekki til í BC er hann stofnaður í BC

Hægt er að sækja upplýsingar um lánardrottinn frá BC í Godo

Gengi gjaldmiðla

Upplýsingar um gengi gjaldmiðla eru sóttar frá BC í Godo

Reikningar

Reikningar eru sendir frá Godo yfir í BC og bókaðir í kjölfarið. Í upplýsingum um reikninga geta fylgt upplýsingar um greiðslur

Prentun reiknings

Hægt er að prenta út í Godo sölureikning sem bókaður hefur verið í BC. Þá er kallað í Godo eftir númeri bókaða sölureikningsins, það sent frá BC í Godo og reikningurinn prentaður í Godo

Kreditreikningur

Hægt er að senda beiðni um kreditfærslu reiknings frá Godo til BC. Kreditreikningur er þá myndaður og bókaður í BC. Kreditreikningur er kreditfærður að fullu.

Hlutverk

Í hlutverki Godo hóteltengilsins eru allar aðgerðir kerfisins ásamt tengdum aðgerðum aðgengilegar á einum stað.

Í þessari handbók er gengið út frá því að hluverkið Godo Hóteltengill Wise sé notað þegar unnið er í kerfinu. Allar aðgerðir eru þó einnig aðgengilegar út frá valmynd BC kerfisins og út frá leit.

Fyrsta skref er að breyta hlutverkinu í Godo Hóteltengill Wise en það er gert undir Mínar stillingar (Alt+T) 

Hlutverkið skiptist í þrjú megin svæði.

  1. Efst er að finna aðgang í allar helstu aðgerðir sem tengjast kerfinu.

  2. Þar fyrir neðan eru upplýsingakassar sem sýna óbókaða reikninga annars vegar og óbókaðar greiðslur hins vegar. Þetta eru reikningar og kreditreikningar sem af einhverjum ástæðum hafa ekki verið bókaðir við innlestur og þarf að taka afstöðu til næstu skrefa.

  3. Neðst eru svo upplýsingakassar sem taka saman öll vefþjónustusamskipti dagsins, móttekna reikninga, móttekna kreditreikninga, viðskiptamenn sem hafa verið mótteknir frá Godo og stofnaðir í BC, móttekna lánardrottna, prentfyrirspurnir frá Godo fyrir útprentun sölureikninga og fyrirspurnir um gengi.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.