Áður en byrjað er að nota Godo hóteltengil Wise þarf að setja upp grunnstillingar í kerfinu svo allt virki eins og til er ætlast. Við mælum með því að nota uppsetningaraðstoð til að aðstoða við fyrstu uppsetningu kerfisins.

Til að keyra uppsetningaraðstoð er byrjað á að smella á tannhjól sem staðsett er efst í hægra horni vafrans:

Veljið Setja upp Godo hóteltengil og fylgið uppsetningaraðstoðinni.

Fyrst opnast gluggi með útskýringum á ferlinu. Veljið Áfram til að hefja uppsetningu.

Fyrst eru valin nauðsynleg grunngögn fyrir Godo hótel tengilinn. Hér er valið hvort stofna sérstaka inngreiðslubók fyrir bókun á greiðslum sem berast frá Godo hótelkerfinu og hvort sér númerasería sé stofnuð fyrir þá sölureikninga sem berast frá Godo hótelkerfinu.

Einnig er hér settur inn kóti staðgreiðsluviðskipta. Kerfið notar þennan kóða til þess að athuga hvort viðkomandi viðskiptavinur á reikningnum sé staðgreiðsluviðskiptavinur og ef svo er og engar frekar greiðsluupplýsingar koma inn með reikningnum, er reikningagerðin stöðvuð.

Veljið Áfram:

Tengillinn kemur með sínar eigin sölureiknings- og kreditreikningskýrslur. Þær eru byggðar á stöðluðum sölureiknings- og kreditreikningsskýrslum í Business Central en að auki hefur verið bætt við ýmsum hótelupplýsingum s.s. komu og brottfaradegi í haus skýslunnar ásamt því að í ákveðnum tilfellum eru tvær eða fleiri sölureikningslínur teknar saman í eina línu, t.d. ef ekki á að sundurliða gistingu og morgunmat.

Hér er hægt að velja hvort nota eigi þessar nýju skýrslur sem koma með tenglinum eða nota staðlaðar skýrslur.

Veljið Áfram:

Hér eru valin sniðmát fyrir stofnun viðskiptamanna, innlendra annars vegar og erlendra hins vegar. Þessi sniðmát eru notuð þegar viðskiptamenn eru stofnaðir frá Godo hótelkerfinu í gegnum vefþjónustur.

Veljið Áfram:

Síðasta skrefið er að smella á Ljúka til að ljúka uppsetningunni eða Til baka ef það þarf að lagfæra uppsetninguna áður en henni er lokið.