Vinnuferlið
Bókanir eru sendar frá Godo hótelkerfinu yfir í BC með þar til gerðri aðgerð í Godo hótelkerfinu.
Þegar sú aðgerð er framkvæmd í Godo sendast bókanir yfir í BC með vefþjónustum og eru reikningar stofnaðir og bókaðir sjálfvirkt. Ef bókun fylgja upplýsingar um greiðslu þá er greiðslan einnig bókuð og jöfnuð á móti sölureikningi. Einnig er hægt að senda með bókun annan kostnað sem til hefur fallið vegna bókunar, t.d. morgunmat sem hótelið hefur keypt af þriðja aðila sem dæmi. Ef viðskiptamaður eða lánardrottinn á bókun er ekki til í BC þá þarf að senda hann fyrst yfir í BC með þar til gerðri aðgerð í Godo hótelkerfinu.
Godo hótelkerfið getur fengið sent afrit af sölureikningum á PDF formi í gegnum vefþjónustu í BC ef þess er óskað.
Í Godo hótelkerfinu er hægt að sækja upplýsingar um gengi gjaldmiðla sem skráð hafa verið í BC.