Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetningaraðstoð / Set up help

Velkomin

Við viljum byrja á því að bjóða þig hjartanlega velkomin í viðskipti til Wise. Í þessu skjali förum við skref fyrir skref yfir uppsetningu á sérkerfinu H3 Launatengill Wise í Business Central.

Wise notar leyfisskrá fyrir sín kerfi. Allir notendur sem nota kerfið þurfa líka að hafa heimildasamstæðuna WISELCS BASIC á sér.

Til viðbótar þurfa notendur að hafa þessar heimildir:

  • BASE GRUNN

  • S-FBÓK

  • WISE H3 IMPORT

Uppsetning

Til að byrja með þarf að setja H3 Launatengil Wise upp í Business Central.

Ef þú ert að nota Cronus B fyrirtækið þá er Wise búið að setja upp sérkerfið fyrir þig og þú þarft ekki að keyra álf.  Hér getur starfsmaður Wise þurft að útskýra eitthvað aðeins meira.

Byrjið á að fara í Uppsetning með hjálp sem er aðgengilegt ef smellt er á tannhjól  sem er staðsett efst í hægra horni vafrans:

Veljið Setja upp H3 Launatengil Wise og fylgið leiðbeiningaraðstoðinni:

Við það opnast nýr gluggi H3 Launatengill Wise grunnur. Veljið þar Áfram:

Veljið hvernig á að lesa inn laun. Hægt er að velja: Innlestur með textaskrá í færslubók og Vefþjónusta. Veljið því næst Áfram.

Ef þú hefur valið Innlestur með textaskrá í færslubók, þá þar kemur næst upp þessi gluggi og innlestri er þá lokið. Hér þarf þá að velja Ljúka.

Ef hins vegar hefur verið valið Vefþjónusta þá þarf að velja Sniðmát vefþjónustu og keyrsla vefþjónustu. Veljið síðan Áfram.

Veljið Ljúka. 

Til hamingju, grunnuppsetningunni er nú lokið og þú getur byrjað að nýta þér möguleika kerfisins.


Vefþjónusta

Ef valið var að nota vefþjónustu í stað textaskrár þarf að sækja vefþjónustuslóðina og klára uppsetninguna í H3. Vefþjónustuslóðina er að finna undir Vefþjónusta, undir kenni hlutar 10026982:

Stofnun gagna með H3 Launatengill Wise

Eftir að uppsetningu lýkur verður kerfið H3 Launatengill Wise strax virkt í kerfinu.

Færslubók

Hægt er að sækja textaskrá í gegnum færslubók. Til að gera það þarf að opna færslubók og velja Aðgerðir > Aðgerðir og smella á Flytja inn laun úr H3:

Við það opnast þessi gluggi. Ef smellt er á Velja... er hægt að sækja skrána þar sem hún var vistuð í tölvunni:

Við það opnast File explorer í tölvunni. Finnið skrána og veljið hana inn með því að tvísmella á hana. Við það keyrast gögnin inn í færslubókina.

Vefþjónusta

Ef valið að nota vefþjónustu þá fara gögnin beint inn í færslubókina sem er valin í stofngögnum.

Þjónustuborð Wise

Þjónustuborðið okkar er opið alla virka daga frá kl. 09 – 17. Sérfræðingar okkar sitja þar fyrir svörum og aðstoða þig með ánægju. 

Hafðu samband ef við getum aðstoðað þig í síma 545 3232, eða með því að stofna beiðni í þjónustukerfi Wise

Hjálplegir hlekkir

Hér fyrir neðan má finna nokkra hjálplega hlekki fyrir Business Central notendur. Smelltu á nafnið til að opna hlekkinn í vafra. Athugið að hlekkirnir eru á ensku.

Welcome to Dynamics 365 Business Central – Hjálparsíða Microsoft

Flýtilyklar Business Central

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.