Uppsetning
Til að byrja með þarf að setja H3 Launatengill Wise upp í Business Central.
Ef þú ert að nota Cronus B fyrirtækið þá er Wise búið að setja upp sérkerfið fyrir þig og þú þarft ekki að keyra álf. Hér getur starfsmaður Wise þurft að útskýra eitthvað aðeins meira.
Farið í Uppsetning með hjálp sem er aðgengilegt ef smellt er á tannhjól sem er staðsett efst í hægra horni vafrans

Veljið Setja upp H3 Launatengil Wise og fylgið leiðbeiningaraðstoðinni.

Við það opnast nýr gluggi H3 Launatengill Wise grunnur. Veljið þar Áfram.

Veljið hvernig á að lesa inn laun. Hægt er að velja á milli Innlestur með textaskrá í færslubók og Vefþjónusta. Veljið því næst Áfram.
