Hægt er að nota færslubók eða vefþjónustu til innlesturs gagna.

Færslubók

Hægt er að sækja textaskrá í gegnum færslubók. Til að gera það þarf að opna færslubók og velja Aðgerðir > Aðgerðir og smella á Flytja inn laun úr H3.

Við það opnast þessi gluggi. Ef smellt er á Velja er hægt að sækja skrána þar sem hún var vistuð í tölvunni.

Við það opnast File explorer í tölvunni. Finnið skrána og veljið hana með því að tvísmella á hana. Við það keyrast gögnin inn í færslubókina.

Vefþjónusta

Ef valið er að nota vefþjónustu þá fara gögnin beint inn í færslubókina sem er valin í stofngögnum.