Gagnainnlestur
Innlestur bankahreyfinga, raunstöðu bankareikninga, gengis og ógreiddra reikningar er aðgengilegur undir Aðgerðir í hlutverki Bankasamskiptakerfis.
Lykill | Skýring |
---|---|
Innlestur gengis | Þessi aðgerð opnar glugga þar sem hægt er að sækja gengi til viðskiptabanka eða Seðlabankans og skrá í BC. |
Innlestur bankahreyfinga | Hér opnast gluggi þar sem hægt er að sækja bankahreyfingar fyrir valinn bankareikning og skrá færslurnar í BC. |
Raunstaða bankareikninga | Hér opnast gluggi sem sýnir alla bankareikninga sem eru uppsettir sem rafrænir reikningar í Bankasamskiptakerfinu og hægt er að sækja stöður á alla reikninga í einn glugga til upplýsingar. |
Innlestur ógreiddra reikninga | Hér opnast gluggi sem sýnir innlesna ógreidda reikninga. Hægt er að uppfæra gögnin frá bankanum út frá þessum glugga. |
Einnig er hægt að lesa inn bankahreyfingar og raunstöðu út frá Bankahreyfingar efst í hlutverki Bankasamskiptakerfisins.