Greiðsluferlið
Greiðsluferill er aðgengilegur frá nokkrum stöðum í hlutverkinu, út frá Útgreiðslur efst í hlutverkinu, út frá Aðgerðir og út frá grænbláu kössunum sem tilheyra greiðsluferlinu.
Öll stig greiðsluferlisins eru þannig aðgengileg út frá einum glugga. Greiðslur í greiðsluferli geta haft eftirfarandi stöðu: Óstaðfestar/Í skráningu, Staðfest, Í vinnslu, Í bókun eða Villa.
Þegar glugginn er opnaður opnast hann sjálfkrafa með sýn á þær greiðslur sem eru Óstaðfestar/Í skráningu. Undantekninga á þessu er þegar glugginn er opnaður út frá bláu kössunum; Sendar greiðslur - í vinnslu, Óbókaðar greiðslur eða Villa út frá hlutverki Bankasamskiptakerfisins en þá opnast glugginn með sýn í samræmi við hvern kassa.