Um Bankasamskiptakerfi Wise
Bankasamskiptakerfi Wise er hannað fyrir sambankastaðal viðskiptabankanna (IOBS staðal). Þetta þýðir að sama kerfið er notað óháð því hvaða viðskiptabanka viðkomandi notar. Sambankastaðallinn krefst þess að kerfið nýti sér ströngustu öryggisstaðla, svo sem dulkóðun skeyta og notkun búnaðarskilríkja í samskiptum við banka.
Helstu aðgerðir Bankasamskiptakerfisins eru eftirfarandi:
Aðgerð | Skýring |
---|---|
Greiðslukerfi | Heldur utan um greiðslur á greiðsluseðlum og millifærslum. Greiddir reikningar og millifærslur eru sjálfkrafa bókaðir í fjárhag að viðbættum vöxtum þar sem það á við. |
Gagnainnlestur | |
| Sækir gengi fyrir valinn dag og skráir inn í BC. Hægt er að velja um Gengi viðskiptabanka, Tollgengi eða Seðlagengi. |
| Sóttar eru færslur valins bankareiknings fyrir valið tímabil. Hægt er að prenta út yfirlitið eða lesa það inn í afstemmingu bankareikninga. |
| Raunstaða bankareikninga sótt. |
Afstemming bankareikninga | Hér hafa verið smíðaðar ýmsar hagnýtar viðbætur ofaná afstemmingarkerfið í BC, t.d. tenging við uppflettingu á bankareikningum, sjálfvirk afstemming, þjöppun færsla o.s.frv. |
Hlutverk
Í hlutverki Bankasamskiptakerfisins eru allar aðgerðir kerfisins ásamt tengdum aðgerðum aðgengilegar á einum stað.Í þessari handbók er gengið út frá því að hlutverk Bankasamskiptakerfisins sé notað þegar unnið er í kerfinu. Allar aðgerðir eru þó líka aðgengilegar út frá valmynd BC kerfisins og út frá leit. Fyrsta skref er að breyta hlutverkinu í Wise Bankasamskiptakerfi en það er gert undir Mínar stillingar (alt+T):
Hlutverk Bankasamskiptakerfisins skiptist upp í 3 megin svæði. Efst er að finna aðgang í helstu aðgerðir:
Í miðju hlutverkinu er að finna upplýsingarkassa. Fyrstu 4 kassarnir sýna fjölda greiðslna á mismunandi stigum í greiðsluferlinu og sá síðasti sýnir fjölda opinna bankaafstemminga. Hægt er að smella á kassana og opna viðkomandi lista.
Ef verið er að notast við innlestur á kröfupotti/ógreiddum reikningum birtast þeir neðan við upplýsingarkassana.
Í hlutverkinu eru einnig svæði sem sýna annars vegar stöðu valinna bankareikninga og hins vegar stöðu valinna gjaldmiðla. Hver notandi getur valið hvaða gjaldmiðlar og/eða bankareikningar birtast í hlutverkinu en sú stilling er undir Hlutverkagögn í stofngögnum Bankasamskiptakerfisins.