Uppsetning
Smellið á tannhjólið og veljið Uppsetning með hjálp.
Veljið Setja upp Bankasamskiptakerfi Wise og fylgið uppsetningaraðstoðinni.
Við það opnast nýr gluggi Uppsetningaraðstoð fyrir Bankasamskiptakerfi.
Nánari útlistun á þessum reitum er hér að neðan.
Reitur | Skýring |
---|---|
Eyða öllum uppsetningargögnum ef finnast | Tilgreinir hvort eyða eigi öllum grunngögnum sem þegar hafa verið skráð inn í Bankasamskiptakerfið. |
Uppfæra stofngögn ef þau eru þegar til | Tilgreinir hvort uppfæra eigi stofngögn bankasamskipta ef þau hafa áður verið skrá. |
Ef verið er að setja kerfið upp í fyrsta skiptið ætti að hafa ekkert hak í báðum þessum reitum.
Ef smellt er á Áfram er farið inn á næsta glugga í uppsetningaraðstoðinni, en ef smellt er á Til baka er farið yfir á fyrri síðu. Þegar komið er að síðasta glugganum í uppsetningaraðstoðinni opnast fyrir hnappinn Ljúka. Þegar smellt er á hann þá fyrst eru upplýsingarnar skráðar inn miðað við það sem valið var í uppsetningaraðstoðinni.
Athugið að ekki þarf að fylla út í alla reiti í ferlinu til þess að klára það, en ef sleppt er að skrá inn upplýsingar er ekki hægt að ábyrgjast að kerfið muni virka sem skyldi. Þeim upplýsingum sem sleppt er að skrá inn í gegnum uppsetningaraðstoðina er hægt að bæta inn síðar í viðeigandi uppsetningartöflur.
Þegar smellt er á Áfram, kemur gluggi þar sem hægt er að velja fyrir hvaða bankastofnanir eigi að setja kerfið upp.
Þegar búið er að velja þær bankastofnanir sem setja á upp, er smellt á Áfram. Athugið að það má setja upp margar bankastofnanir í einu.
Hér þarf að velja hver að þeim bankastofnunum sem valdar voru í fyrra skrefi eigi að vera sjálfgefin bankastofnun í kerfinu. Þegar það hefur verið valið er smellt á Áfram.
Næst kemur gluggi með stillingarmöguleikum fyrir gengisinnlestri. Ef valið var að setja upp Seðlabanka Íslands sem bankastofnun, gerir kerfið ráð fyrir að gengið verði sótt þaðan, en ef ekki þá sé það sótt frá þeirri bankastofnun sem valin var sem Sjálfgefinn banki.
Athugið að aðeins þarf að huga að þessum stillingum ef viðkomandi fyrirtæki er ekki með íslenskan heimagjaldmiðil.
Nánari útlistun á þessum reitum er hér að neðan.
Reitur | Skýring |
---|---|
Banki fyrir gengisinnlestur | Tilgreinir frá hvaða bankastofnun gengið er sótt. Sjálfgefin stofnun er Seðlabanki Íslands (SI). |
Flytja inn viðbótargengi | Tilgreinir hvort kerfið eigi að flytja inn viðbótargengi frá bankanum. Dæmi um viðbótargengi eru gjaldmiðlar eins og PLN (Pólskt slot), RUB (Rússnesk rubla), CNY (Kínverskt júan). Viðbótargengi er aðeins í boði ef gengið er lesið inn frá Seðlabanka Íslands, en mismundandi er hvaða gengi viðskiptabankarnir eru að skila. |
Heimagjaldmiðill er annar en ISK | Tilgreinir hvort viðkomandi fyrirtæki sé að nota erlendan gjaldmiðil sem heimagjaldmiðil eða ekki. |
Sjálfgefinn gjaldmiðilskóði | Tilgreinir sjálfgefin gjaldmiðil innlesturs. Ef fyrirtækið er til að mynda með evrur sem heimagjaldmiðil, þá er eðlilegt að velja evrur sem sjálfgefin gjaldmiðil innlesturs. |
Gjaldmiðill fyrir íslenska krónu | Tilgreinir hvaða gjaldmiðilskóði er notaður fyrir íslenska krónu. |
Síðan er smellt á Áfram.
Næst kemur gluggi með reitum tengdum bankareikningsafstemmingu.
Nánari útlistun á þessum reitum er hér að neðan.
Reitur | Skýring |
---|---|
Sniðmát færslub. bankaafst. | Skilgreinir sniðmát færslubókar þegar myndaðar eru fjárhagsfærslur vegna mismunar í afstemmingu. |
Færslubókarkeyrsla fyrir afstemmingu | Skilgreinir færslubókarkeyrslu þegar myndaðar eru fjárhagsfærslur vegna mismunar í afstemmingu. |
Þegar fyllt hefur verið út í þessa reiti skal velja Áfram.
Næst opnast gluggi sem tengist útgreiðslum og bókunum á þeim.
Nánari útlistun á þessum reitum er hér að neðan.
Reitur | Skýring |
---|---|
Sniðmát færslubókar fyrir útgreiðslur | Tilgreinir sjálfgefið sniðmát fyrir útgreiðslur. Greiðslur í stöðunni Til bókunar eru lesnar inn í viðkomandi inngreiðslubók þegar þær eru bókaðar. |
Færslub.keyrsla - greiðslur | Tilgreinir sjálfgefna færslubókarkeyrslu fyrir útgreiðslur. Greiðslur í stöðunni Til bókunar eru lesnar inn í viðkomandi inngreiðslubók þegar þær eru bókaðar. |
Sjálfgefinn útgreiðslureikningur | Tilgreinir sjálfgefin bankareikning sem notaður er við útgreiðslur. |
Fjárhagslykill vaxtakostn. | Tilgreinir fjárhagslykil vaxtakostnaðar. Áfallinn vaxtakostnaður vegna greiðsluseðla er bókaður inn á þennan lykil. |
Fjárhagslykill seðilgjalds | Tilgreinir fjárhagslykil seðilgjalds. Áfallið seðilgjald vegna greiðsluseðla er bókað inn á þennan lykil. |
Er kennitala lánardrottna í reitnum Nr. á lánardrottnaspjaldi | Tilgreinir hvort kerfið setur sjálfkrafa kóta viðtakanda í kennitölureit í greiðslurönd. Þetta getur verið hentugt ef lánardrottnar í kerfinu eru almennt skráðir með kennitölu í númer lánardrottna og sparar þar af leiðandi innslátt inn í kennitölureit í OCR rönd. |
Þegar fyllt hefur verið út í þessa reiti skal velja Áfram.
Næst kemur gluggi þar sem hægt er að stofna inn notendur í Bankasamskiptakerfið. Athugið að ef aðeins er verið að setja upp eina bankastofnun, er um að gera að klára skráningu á bankasamskiptakerfisnotendum með notendanafni og lykilorði. Hinsvegar ef verið er að stofna margar bankastofnanir er ólíklegt að sama notendanafn og lykilorð sé það sama á milli bankastofnana.
Nánari útlistun á dálkunum í töflunni er hér að neðan.
Reitur | Skýring |
---|---|
Notandi | Tilgreinir kenni notandans í Business Central. |
Notendanafn | Tilgreinir notandanafn til að tengjast inn á vefþjónustu viðkomandi banka. |
Lykilorð | Tilgreinir lykilorð notanda fyrir viðkomandi vefþjónustu. |
Þegar búið er að skrá inn þá notendur sem nota á, er valið Áfram.
Næst opnast gluggi sem tengist rafrænum búnaðarskilríkjum sem nota þarf í vefþjónustusamskiptum.
Athugið að reiturinn Skilríki segir aðeins til um hvort skilríki hafi verið lesin inn fyrir kerfið eða ekki, þessum reit er ekki hægt að breyta handvirkt með því að smella í hann. Til þess að lesa inn skilríki (eða eyða út núverandi skilríkjum) þarf að smella í boxið fyrir aftan reitinn.
Nánari útlistun á þessum reitum er hér að neðan.
Reitur | Skýring |
---|---|
Skilríki | Tilgreinir hvort skilríki hafi verið lesin inn í kerfið eða ekki. |
Lykilorð skilríkja | Tilgreinir lykilorð sem notað er til þess að opna skilríkin. |
Þegar upplýsingar um skilríki hafa verið útfylltar er smellt á Áfram.
Þá opnast síðasti glugginn í uppsetningarferlinu.
Hér er ekki hægt að skrá inn upplýsingar, en þegar smellt er á Ljúka, er Bankasamskiptakerfið sett upp, byggt á þeim upplýsingum sem skráðar voru inn í Uppsetningaraðstoðina.
Til þess að komast inn í uppsetningartöflur bankasamskiptakerfisins síðar meir er hægt að velja það hlutverk og smella á Uppsetning, og velja svo þann uppsetningarhluta sem við á.
Einnig er hægt að smella á stækkunarglerið í efra hægra horninu og slá inn heitið á viðeigandi uppsetningu.
Grunnuppsetningu á Bankasamskiptakerfinu er nú lokið.
Ef hinsvegar var farið í gegnum Gátlistann þinn sem birtist á hlutverki Bankasamskiptakerfisins, þ.e. ef kerfið er óuppsett, þá er þetta aðeins fyrsta skefið af fimm.