Verkraðir
Bankasamskiptakerfið býður upp á möguleika á sjálfvirkum innlestri gagna frá banka. Eftirfarandi aðgerðir er hægt að láta kerfið keyra með sjálfvirkum hætti:
Sækja gengi gjaldmiðla, bæði frá seðlabanka og í gegnum IOBS staðal
Sækja bankahreyfingar í gegnum IOBS staðal
Sækja stöðu bankareikninga í gegnum IOBS staðal (notað fyrir hlutverkagögn)
Sækja greiðslustaðfestingu í gegnum IOBS staðal
Stemma af óbókaðar bankaafstemmingar.
Sækja ógreidda greiðsluseðla B2B (fyrir Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka). Þessi verkröð tilheyrir B2b viðbót bankasamskiptakerfis