Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetning með uppsetningarálf

Smellið á tannhjólið og veljið Uppsetning með hjálp.

Veljið Setja upp Innflutningskerfi Wise undir flokknum Búðu þig undir viðskipti og fylgið leiðbeiningaraðstoðinni.

Við það opnast nýr gluggi Uppsetningarálfur tollakerfis.

Velja skal Áfram til að hefja uppsetningu. Við það verður fyrsti hluti uppsetningarinnar sýnilegur sem snýr að bókun VSK.

Nánari útlistun á þessum reitum er hér að neðan. Þegar þessir reitir hafa verið fylltir út skal velja Áfram.

Reitur

Skýring

VSK tegund reiknings

Tilgreinir sjálfgefna "VSK tegund" fyrir VSK færslur sem myndast í færslubók við innlestur EDI skuldfærslu svars frá tolli.

VSK númer reiknings

Tilgreinir sjálfgefið "VSK númer" fyrir VSK færslur sem myndast í færslubók við innlestur EDI skuldfærslu svars frá tolli.

Næst kemur að uppsetningu fyrir bókun innflutningsgjalda.

Nánari útlistun á þessum reitum er hér fyrir neðan. Þegar þessir reitir hafa verið fylltir út skal velja Áfram.

Reitur

Skýring

Gjöld tegund reiknings

Tilgreinir sjálfgefna "gjalda tegund" gjalda færslna sem myndast í færslubók við innlestur EDI skuldfærslu svars frá tolli.

Gjöld númer reiknings

Tilgreinir sjálfgefið "gjalda númer" gjalda færslna sem myndast í færslubók við innlestur EDI skuldfærslu svars frá tolli.

Næst kemur að bókun tolls.

Nánari útlistun á þessum reitum er hér fyrir neðan. Þegar fyllt hefur verið út í þessa reiti skal velja Áfram.

Reitur

Skýring

Tollur tegund reiknings

Tilgreinir sjálfgefinn "reiknings tegund tollgjalda" fyrir tollgjalda færslur sem myndast í færslubók við innlestur EDI skuldfærslu svars frá tolli.

Tollur númer reiknings

Tilgreinir sjálfgefið "gjalda númer tollgjalda" fyrir tollgjalda færslit sem myndast í færslubók við innlestur EDI skuldfærslu svars frá tolli.

Næst kemur að uppsetningu á Tollstjóra í lánadrottnum. Lánadrottinn verður notaður í mótbókun á aðflutningsgjöldum sem voru sett upp í fyrri skrefum. Þegar fyllt hefur verið út í þennan reiti skal velja Áfram.

Næst er það lokaskrefið. Hér má finna hlekk á síðu Tollstjóra þar sem sækja má skjöl sem þarf að lesa inn í kerfið að lokinni uppsetningu með hjálp. Síðan mun opnast í nýjum flipa. Að því loknu skal velja Ljúka. Við það eru grunngögn stofnuð og uppsetningu er lokið.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.