Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetning

Gert er ráð fyrir að uppsetningu á Sérfræðiverkbókhaldi Wise sé lokið áður en hafist er handa við að setja upp Verkbeiðnakerfi Wise. Leiðbeiningar fyrir það má finna hér. Þegar því er lokið er farið í tannhjólið og valið Uppsetning með hjálp.

Veljið Setja upp Wise Verkbeiðnir og fylgið leiðbeiningaraðstoðinni.

Við það opnast nýr gluggi Uppsetning verkbeiðna. Veljið Áfram.

Við það verður fyrsti hluti uppsetningarinnar sýnilegur.

Nánari útlistun á þessum reitum er hér að neðan.

Reitur

Skýring

Krafa um verkbeiðni

Tilgreinir sjálfgefið gildi fyrir Krafa um verkbeiðni á verkspjaldi. Ef virkjað munu verkbeiðnir vera skilyrtar í verkbókarlínum og tímaskráningar færslum fyrir valið verk. Þetta er aðeins sjálfgefið gildi og hægt er að breyta á hverju verki.
.

Senda tölvupóst til viðskiptamanna

Tilgreinir ef viðskiptamaður á að fá tilkynningu þegar stöðu verkbeiðni er breytt. Ef virkjað þá mun viðskiptamaður fá tilkynningu þegar verkbeiðni er úthlutað, lokuð o.s.frv.

Senda tölvupóst til starfsmanna

Tilgreinir ef starfsmaður á að fá tilkynningu þegar stöðu verkbeiðni er breytt. Ef virkjað þá mun starfsmaður fá tilkynningu þegar verkbeiðni er gefin út og send í samþykkt

Senda tölvupóst til ábyrgðaraðila

Tilgreinir ef ábyrgðaraðili á að fá tilkynningu þegar skráður á verkbeiðni

Þegar afstaða hefur verið tekin til þessara stillinga skal velja Áfram. Næst kemur gluggi sem snýr að stofnun á verkbeiðnum.

Nánari útlistun á þessum reitum er hér að neðan.

Reitur

Skýring

Viðskiptamaður

Tilgreinir hvort viðskiptamaður sé skilyrtur á verkbeiðni. Ef virkjað þá munu ekki vera hægt að úthluta verkbeiðni án þess að viðskiptamaður nr. sé valið á beiðnina.

Verkhluti

Tilgreinir hvort val um verkhluta sé skilyrt á verkbeiðni. Ef virkjað þá mun ekki vera hægt að úthluta verkbeiðni án þess að verkhlutanr. verks sé valið á beiðnina.

Lofað dags.

Tilgreinir hvort Lofað dags. sé skilyrt á verkbeiðni.
Ef virkjað þá mun ekki vera hægt að úthluta verkbeiðni án þess að Lofað dags. sé fyllt út á beiðninni

Sjálfgefið reikningsfæra per verkbeiðni

Tilgreinir sjálfgefið gildi fyrir Reikningsfæra sérstaklega á nýjum verkbeiðnum. Ef virkjað þá mun reikningur verða myndaður per verkbeiðni. Þetta er aðeins sjálfgefið gildi og hægt er að breyta á hverri verkbeiðni.

 

Þegar fyllt hefur verið út í þessa reiti skal velja Áfram og við það verður síðasti hluti uppsetningarinnar sýnilegur. Hér skal velja Ljúka og er uppsetningu á verkagrunni þá lokið.

Til að skoða og/eða breyta uppsetningunni skal leita að Verkbeiðnagrunnur í leitarglasinu efst hægra megin og opna síðuna.

Þar eru allar stillingar sýnilegar og hægt að breyta þeim þar eins og við á.

Leyfiskerfi Wise

Wise notar leyfisskrá fyrir sín kerfi. Allir notendur sem nota kerfið þurfa líka að hafa heimildasamstæðuna WISELCS BASIC á sér.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.