Launaáætlanir og tilgangur þeirra
Launaáætlanir eru eftirlitstæki fyrir stjórnendur sem veitir góða yfirsýn yfir launakostnað miðað við áætlanir og stöðu á hverjum tímapunkti. Launaáætlanir eru gerðar fyrir hvert ár/tímabil sem óskað er og hægt er að vinna út frá þeim, viðauka ef breytingar í stöðugildum eru fyrirsjáanlegar. Launaáætlanir veita einnig góða yfirsýn yfir stöðugildisheimildir og sýna þær vel framúrkeyrslu/vannýtingu stöðugildisheimilda.
Launafulltrúi (eða sá starfsmaður sem hefur umsjón með launamálum) útbýr áætlunina út frá mismunandi forsendum og verður farið ítarlega í uppsetningarferlið í handbók þessari.
Stjórnendur, eða þeir sem hafa mannaforráð og bera ábyrgð á launakostnaði, geta haft aðgang að skýrslum úr launaáætlanakerfinu. Umsjónaraðili kerfisins getur sent skýrslur á stjórnendur í tölvupósti.
Í flestum tilfellum er unnið með tvær áætlanir á hverju ári, samþykkta og endurskoðaða/viðauka, en möguleiki er þó að stofna áætlanir ef meta á kostnað/sparnað vegna hugsanlegra breytinga í rekstri.