Skip to main content
Skip table of contents

Kerfislýsing

  • Mælar - Eru tegundagreindir (Heitt vatn, kalt vatn o.s.frv.) og tenging gerð við fasteign.

  • Mælasaga - Skráð er hver er greiðandi af mæli á tilgreindu tímabili. Einnig er skráð staðsetning mælis á tilgreindu tímabili.

  • Mælanotkun - Skráðir eru tímasettir aflestrar af mælum og auðvelt að skoða notkunarsögu mælis.

  • Mælaáætlun - Gerð árlega fyrir hvern mæli og er unnin út frá mælanotkun og er geymd fyrir hvert reikningatímabil. Ef engin saga er til (nýr mælir í nýju húsnæði) þá er gerð áætlun út frá uppsettum grunnupplýsingum. Áætlunin er síðan leiðrétt við nýja aflestra.

  • Mælaaflestrar - Handvirkur aflestur skráður beint í kerfið á handtölvu, eða skráð í excelskjal sem lesið er inn. Einnig er hægt að lesa inn skrár sem koma frá sjálvirkium aflestrarvélum.

  • Bókun mælaaflestrar - Við hvern mælaaflestur er áætlun endurgerð með t.t. breytinga á notkunarmynstri. Aflestra er hægt að gera eins oft og þurfa þykir.

  • Breytingaskráning og bókun - Gerð er breytingaskráning (greiðandabreyting eða staðsetningabreyting) og við bókun á henni framkvæmdar skráningar í mælasögu, áætlun, í aflestraskrá og gerður kreditreikningur á gamla eigandann ef með þarf og síðan reikningur til nýja greiðandans.

  • Reikningagerð - Unnið er eftir reikningatímabilum og við gerð reikninga er stuðst við áætlun sem og aflestra og settar inn leiðréttingafærslur ef breyting hefur orðið á notkun miðað við rukkaða áætlun, eins ef um greiðendaskipti verða.

  • Samningar - Sjálfgefið er einn reikningur fyrir viðskiptamann með marga mæla, en hægt er að gera samninga fyrir viðskiptamann sem er að greiða fyrir marga mæla, en vill fá sér reikninga fyrir ákveðna mæla.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.