Utility Manager - Aflestrar
Þegar kerfi er sett upp upp þá er aflestrarsaga lesinn inn. Oft tekið kannski síðustu 4-6 ár
Hér er aflestrartaflan, á skjáskotinu eru fyrstu 5 aflestrarnir fluttir frá öðru kerfi, síðan eru tveir uppgjörsaflestrar og svo er alltaf einn óstaðfestur það er sú lína sem er notuð við næsta aflestur

í aflestrartöflunni er yfirleitt engu breytt, en getur verið undantekning ef eitthvað hefur verið gert ranglega. þá er hægt að velja Breyta mælaaflestri og breyta aflestrinum og eins uppruna og tegund aflestrar.
Einnig er hægt að stofna óstaðfestan aflestur ef hann vantar á mælinn.
Uppruni aflestrar þarf alltaf að vera til staðar.

Við aflestur verður til nýtt áætlað magn sem kemur fram í aflestrartöflu og kemur ný lína í áætlun með því magni sem er skv síðasta aflestri
Ef búið er að staðfesta aflestur er hægt að bakfæra hann með að velja bakfæra staðfestingu
