Utility Manager - Aflestrarbók
Í aflestrarbók er skráður nýjasti aflestur, og hann staðfestur. Þegar aflestur er staðfestur stofnast óstaðfestur aflestur og dagsetning aflestrar færist fram í tíman eftir uppsetningu á mæli hversu þétt á að lesa af mæli. Þegar reikningar eru bókaðir þurfa allir aflestrar innan tímabils og fyrir tímabilið sem er verið að vinna með að vera staðfestir.
Hvernig eru aflestrar skráðir ?
Handvirkt í aflestrarbók.

Þegar aflestur er skráður er sett inn staðan á mælinum við aflestur , dagsetning aflestrar og tegund aflestrar.
Tegund aflestrar getur verið annars vegar uppgjörsaflestur og hinsvegar eftirlitsaflestur. Við uppgjörsaflestur verður til uppgjör, en eftirlitsaflestur þá er verið að skoða hver notkun er en verður ekki til uppgjör.
Þegar búið er að færa inn aflestra þarf að staðfesta aflestra
Lesinn inn úr excel skjali ( notað í Húnaþingi, þeir eru með snjallmæla og alltaf lesið af aldrei áætlað). Hægt að keyra út excel skjal og fylla inní það aflestrartölur og lesa inn. Það sem keyrist út í excel fyrst eru bara línur sem eru óstaðfestar. Fyllt er inn í þær og skjalið lesið inn aftur.

Þegar búið er að færa inn aflestra þarf að staðfesta aflestra
Excel skjal sem kemur frá Frumherja vegna aflesturs af snjallmælu. Demo Demo innlestrarskjal veitukerfi.xlsx . Aflestrar koma frá mínum síðum á vef Frumherja eða þeirra sem verið er að sækja aflestra frá. Valið er að “Lesa inn aflestra frá öðrum aðilum”

Þá opnast neðangreindur gluggi þar sem sett er inn númer(bókstafur) hvers dálks inn í viðeigandi reit. Þ.e. að ef Mælanúmer eru í dálk A í excel skjali þá er sett A í reitinn fyrir aftan mælanúmer.

Þegar búið er að færa inn aflestra þarf að staðfesta aflestra
Að lokum þarf að staðfesta og reikningsfæra aflestur með því að velja.
Annað hvort:
Staðfesta og reikningsfæra aflestur. Þá eru allir aflestrar staðfestir,
Staðfesta og reikningsfæra afmarkaða aflestra. Aflestrar í afmörkun staðfestir.
